Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2021 12:04 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra og ferðamálaráðherra skilaði minnisblaði um uppbygginguna við Fagradalsfjall til forsætisráðuneytisins í gær. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri er formaður hópsins. „Þetta eru annars vegar framkvæmdir á vegum landeigenda og fjármagnaðar af þeim, síðan eru það framkvæmdir á vegum ríkisins þá gerð göngustígar og það sem snýr að öryggi ferðamanna,“ segir Skarphéðinn. Skarðhéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að eldgosið í Geldingadölum verði fjölfarnasti ferðamannastaður landsins næstu misseri og ár.Vísir/Egill Landeigendur sjái sjálfir um uppbyggingu á bílastæðum og salernum á svæðinu. „Það eru þættir þarna sem landeigandinn ætlar að sjá um sem þá rukka fyrir kostnaði vegna bílastæða og þjónustu tengdum þeim,“ segir hann. Aðspurður um hvort gjald verði tekið fyrir að nota salerni á svæðinu segir Skarphéðinn. „ Það er útfærsluatriði, hvort það verður rukkað sérstaklega fyrir það eða hvort það verði innifalið í bílastæðagjaldi.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að kostnaður ríkisins við framkvæmdirnar verði um fjörutíu milljónir króna. Búist sé við að þær hefjist strax nú í vikunni. Landeigendur haldi utan um allar framkvæmdir. „Væntanlega verður samið við landeigendur um að klára þetta,“ segir hann. Skarphéðinn segir að búist sé við að nokkur þúsund manns fari daglega á svæðið í sumar. Starfshópurinn skili svo aftur tillögum varðandi uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma síðar í sumar ef á þurfi að halda. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðherra og ferðamálaráðherra skilaði minnisblaði um uppbygginguna við Fagradalsfjall til forsætisráðuneytisins í gær. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri er formaður hópsins. „Þetta eru annars vegar framkvæmdir á vegum landeigenda og fjármagnaðar af þeim, síðan eru það framkvæmdir á vegum ríkisins þá gerð göngustígar og það sem snýr að öryggi ferðamanna,“ segir Skarphéðinn. Skarðhéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að eldgosið í Geldingadölum verði fjölfarnasti ferðamannastaður landsins næstu misseri og ár.Vísir/Egill Landeigendur sjái sjálfir um uppbyggingu á bílastæðum og salernum á svæðinu. „Það eru þættir þarna sem landeigandinn ætlar að sjá um sem þá rukka fyrir kostnaði vegna bílastæða og þjónustu tengdum þeim,“ segir hann. Aðspurður um hvort gjald verði tekið fyrir að nota salerni á svæðinu segir Skarphéðinn. „ Það er útfærsluatriði, hvort það verður rukkað sérstaklega fyrir það eða hvort það verði innifalið í bílastæðagjaldi.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að kostnaður ríkisins við framkvæmdirnar verði um fjörutíu milljónir króna. Búist sé við að þær hefjist strax nú í vikunni. Landeigendur haldi utan um allar framkvæmdir. „Væntanlega verður samið við landeigendur um að klára þetta,“ segir hann. Skarphéðinn segir að búist sé við að nokkur þúsund manns fari daglega á svæðið í sumar. Starfshópurinn skili svo aftur tillögum varðandi uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma síðar í sumar ef á þurfi að halda.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Grindavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira