Mörgum milljörðum komið undan: „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2021 13:49 Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Skattrannsóknarstjóri telur að einn milljarður hafi tapast í fyrra vegna nokkurra mála sem eru til rannsóknar sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Talið sé að mörgum milljörðum sé komið undan á ári hverju með slíkri svikastarfsemi. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir. Kompás Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir.
Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar.
Kompás Skattar og tollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira