Skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en kunningjaskapar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:52 Þingmaður Pírata óskaði eftir svörum um ráðningar aðstoðarmanna dómara. vísir/Vilhelm Störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti hafa ekki verið auglýst frá því að lög um dómstóla tóku gildi í ársbyrjun 2018. Störf aðstoðarmanna í Landsrétti voru einungis auglýst við stofnun réttarins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“ Dómstólar Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“
Dómstólar Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira