Stíga fast til jarðar í Skagafirði: Loka skólum, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. maí 2021 17:55 Fjöldi fólks lagði leið sína að Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra í dag í sýnatöku. AÐSEND Ráðist verður í víðtækar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar í Skagafirði. Sex hafa greinst með kórónuveiruna á svæðinu á síðustu þremur dögum og eru um 300 manns í sóttkví. Skólahaldi verður aflýst í viku og leikskólanum lokað, með undantekningu fyrir börn þeirra sem eru í forgangshópi. Þá verður lokaprófum fjölbrautaskóla Norðurlands vestra breytt í fjarpróf, auk þess sem verið er að rýma heimavist skólans eins og kostur er. Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verður lokað og íþróttaæfingar barna og íþróttaleikir verða óheimilaðir. Skíðasvæðinu og ráðhúsinu verður einnig lokað, auk þess sem menningarviðburðum verður aflýst, sem og fundum sveitarstjórnar. Þá hafa fyrirtæki á svæðinu gripið til aðgerða með því að lengja opnunartíma með það fyrir augum að dreifa álaginu og fækka þeim sem eru inni í verslunum og annars staðar á sama tíma. Margar þjónustustofnanir hafa þá sent starfsfólk í heimavinnu. „Það er von okkar að með þessum aðgerðum munum við ná hratt utan um þessa hópsýkingu,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann segir að aðgerðirnar gildi flestar til 17. maí. Staðan verði endurmetin næstu helgi og næstu skref ákveðin. Afléttingar samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti munu ekki taka gildi í Skagafirði og Akrahreppi, vegna stöðunnar sem upp er komin. Eins og stendur eru um 300 manns í sóttkví á Sauðárkróki og í nærsveitum. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra fundaði um stöðuna í Skagafirði klukkan 14 í dag þar sem ákvörðun um takmarkanir var tekin. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglu þar sem umfang takmarkananna er útlistað nákvæmlega. Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Sunday, 9 May 2021 Stíga mjög þungt til jarðar Stefán Vagn sagði í samtali við fréttastofu að ákveðið hefði verið að stíga mjög þungt til jarðar til að mæta stöðunni. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku var fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun. Nemandi í Árskóla smitaður Einn hinna smituðu er nemandi í níunda bekk í grunnskólanum á Sauðárkróki og eru bekkjarfélagar hans og kennarar komnir í sóttkví. Nemandinn mætti í skólann í síðustu viku og býst skólastjórinn, Óskar G. Björnsson við því að allir þeir 32 nemendur sem eru í níunda bekk í skólanum fari í sóttkví auk tíu kennara. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag og í gær að smitin væru þess eðlis að viðbúið væri að veiran væri búin að dreifa sér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Tengdar fréttir Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. 9. maí 2021 11:40 Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Skólahaldi verður aflýst í viku og leikskólanum lokað, með undantekningu fyrir börn þeirra sem eru í forgangshópi. Þá verður lokaprófum fjölbrautaskóla Norðurlands vestra breytt í fjarpróf, auk þess sem verið er að rýma heimavist skólans eins og kostur er. Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verður lokað og íþróttaæfingar barna og íþróttaleikir verða óheimilaðir. Skíðasvæðinu og ráðhúsinu verður einnig lokað, auk þess sem menningarviðburðum verður aflýst, sem og fundum sveitarstjórnar. Þá hafa fyrirtæki á svæðinu gripið til aðgerða með því að lengja opnunartíma með það fyrir augum að dreifa álaginu og fækka þeim sem eru inni í verslunum og annars staðar á sama tíma. Margar þjónustustofnanir hafa þá sent starfsfólk í heimavinnu. „Það er von okkar að með þessum aðgerðum munum við ná hratt utan um þessa hópsýkingu,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann segir að aðgerðirnar gildi flestar til 17. maí. Staðan verði endurmetin næstu helgi og næstu skref ákveðin. Afléttingar samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti munu ekki taka gildi í Skagafirði og Akrahreppi, vegna stöðunnar sem upp er komin. Eins og stendur eru um 300 manns í sóttkví á Sauðárkróki og í nærsveitum. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra fundaði um stöðuna í Skagafirði klukkan 14 í dag þar sem ákvörðun um takmarkanir var tekin. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglu þar sem umfang takmarkananna er útlistað nákvæmlega. Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Sunday, 9 May 2021 Stíga mjög þungt til jarðar Stefán Vagn sagði í samtali við fréttastofu að ákveðið hefði verið að stíga mjög þungt til jarðar til að mæta stöðunni. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku var fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki í morgun. Nemandi í Árskóla smitaður Einn hinna smituðu er nemandi í níunda bekk í grunnskólanum á Sauðárkróki og eru bekkjarfélagar hans og kennarar komnir í sóttkví. Nemandinn mætti í skólann í síðustu viku og býst skólastjórinn, Óskar G. Björnsson við því að allir þeir 32 nemendur sem eru í níunda bekk í skólanum fari í sóttkví auk tíu kennara. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag og í gær að smitin væru þess eðlis að viðbúið væri að veiran væri búin að dreifa sér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Samkomubann á Íslandi Akrahreppur Tengdar fréttir Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. 9. maí 2021 11:40 Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. 9. maí 2021 11:40
Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00
Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43
Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39