Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 15:53 Katrín Jakobsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir í Fagradalsfjalli í gær. Facebook/Aldís Hafsteinsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36