Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 22:00 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í fyrra en Eurovision var blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hópurinn er mættur galvaskur til Rotterdam og til í slaginn. Eurovision Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí. Eurovision Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Eurovision Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira