ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 17:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis. Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira