Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 22. maí 2021 11:00 Það vill gleymast í umfjöllun fjölmiðla og áhorfenda um fjöldamorðin á hernumdu svæðunum í Palestínu, að Gaza, þar sem fórnarlömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borgarar, konur og börn, er í raun flóttamannabúðir. Gaza er stærsta utandyrafangelsi í heiminum. Um það bil tveimur milljónum manna er haldið þar innilokuðum í flóttamannabúðum á örsmáu svæði, sem Ísraelsher hefur víggirt á hernumdu svæði. Þaðan kemst enginn út án leyfis hernámsyfirvalda. Lífsnauðsynlegur út- og innflutningur er stöðvaður fyrirvaralaust að geðþótta hernámsyfirvalda. Það á jafnt við um lyf sem matvæli. Hafnir hafa verið fyrir löngu eyðilagðar, og flugsamgöngur ógerlegar án leyfis hernámsyfirvalda. Staða Palestinumanna gagnvart Ísraelsher og hernámsyfirvöldum er um margt lík stöðu Eystrasaltsþjóða, sem í lok Seinna stríðs voru hernumdar af Rauða hernum. Munurinn er þó sá, Eystrasaltsþjóðum í vil, að þær voru innlimaðar í Sovétsamveldið og nutu þar með, að nafninu til a.m.k., sömu réttinda og Rússar. Þeir sem grunaðir voru um andóf gegn hernáminu voru sendir í gulagið (fanga- og útrýmingarbúðir), en það gilti jafnt um Rússa líka. Fyrir áratug (2011) spruttu upp miklar deilur um, hvort fulltrúar Palestínumanna mættu njóta viðurkenningar og réttinda hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna, eins og um fulltrúa fullvalda ríkis væri að ræða. Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjunum um að hafna þessu, beitti þáverandi utanríkisráðherra , Össur Skarphéðansson, sér fyrir því, að Ísland studdi umsóknir Palestínumanna. Það var líka yfirlýst stefna Íslands að styðja stofnun Palestínuríkis og viðurkenna tilvist þess á hinu hernumda landi. Frelsisbarátta við Eystrasalt Það vakti nokkra athygli, að hinar nýfrjálsu Eystrasaltsþjóðir studdu ekki sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna og kusu fremur að þóknast ísraelska hernámsveldinu, að kröfu Bandaríkjastjórnar. Þetta var að vísu gríðarlega umdeilt mál á þeim tíma. Þar sem utanríkisráðherra Íslands hafði á sínum tíma (1988-91) stutt dyggilega við bakið á sjálfstæðishreyfingu Eystrasaltsþjóða og hafði tekið frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði þeirra, þótti það einnar messu virði að leita álits hans á þessu máli. Af því tilefni birti Ramunas Bogdanas, sem á sínum tíma var pólitískur ráðgjafi Landsbergis, sjálfstæðishetju Litháa, viðtal við mig í helsta netmiðli Litháen – Delfi. Viðtalið gæti allt eins hafa verið tekið í dag. Það sem hér fer á eftir byggir á því, en í mjög styttu formi. Spurning: Á alþjóðasamfélagið að viðurkenna rétt Palestínumanna til fullvalda ríkis? Svar: Hrottaskapur ísraelskra hernámsyfirvalda gagnvart varnarlausu fólki í flóttamannabúðum á hernámssvæðinu í Gaza er sögulegur harmleikur. Þeir sem á sínum tíma urðu fórnarlömb kynþáttafordóma og pólitískrar sturlunar í Evrópu neyta nú sjálfir hernaðaryfirburða sinna við að kúga og niðurlægja varnarlaust fólk, eins og þeir þurftu sjálfir að sæta af hálfu ofsækjenda sinna í Evrópu. Þetta er ekki bara siðlaust. Það er heimskulegt og gengur í berhögg við langtíma hagsmuni ísraelsku þjóðarinnar. Ísraelsríki getur ekki tryggt sér frið og öryggi til framtíðar með þessari framgöngu. Bandaríkin hafa gersamlega brugðist í hlutverki sínu sem milligönguaðili og sáttasemjari í þessum deilum. Ísrael þarf á hjálp alþjóðsamfélagsins að halda til þess að losna úr þessum ógöngum. Sp. Sérð þú – sem frumkvöðull að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurrreistu sjálfstæði okkar á árunum 1990-91, meðan við vorum enn hernumin þjóð af Sovétríkjunum – eitthvað líkt með stöðu mála milli Ísrael og Palestínu og stöðu okkar Eystrasaltsþjóða á þessum tíma? Svar: Óneitanlega er margt líkt. Nefnum nokkur dæmi: Palestínumenn hafa mátt þola hernám af hálfu Ísraelsríkis í krafti algerra hernaðaryfirburða áratugum saman, rétt eins og þið. Hernámsríkið virðir í engu skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum og milliríkjasamningum. Það gerðu Sovétríkin í ykkar tilviki ekki heldur. Þið voruð undir járnhæl ríkis, sem naut algerra hernaðaryfirburða. Það er sömu sögu að segja um Palestínumenn. Sovétstjórnin reyndi að kúga ykkur til hlýðni með efnhagslegum refsiaðgerðum. Það gera Ísraelar líka gagnvart Palestínumönnum. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Þýskalands sögðu ykkur, að sjálfstæðisyfirlýsingingin 11. mars, 1990 væri „ótímabær“. Þeir segja það sama nú við Palestínumenn. Við eigum að hafna þeirri ráðgjöf nú, alveg eins og þið gerðuð þá. En er annað ólíkt? Já. Sumir nefna til sögunnar, að þið hafið bara beitt friðsamlegum aðgerðum, en að Palestínumenn reyni öðru hverju vopnað viðnám. Hvað er til ráða, þegar hernámsveldið, sem nýtur algerra hernaðaryfirburða, útilokar friðsamlegar lausnir? Munið þið eftir „skógarbræðrunum“ ? Þeir reyndu af veikum mætti vopnað viðnám gegn sovéska hernámsveldinu í tæpan áratug, en var að lokum útrýmt. Ég fordæmi þá ekki. Ég veit ekki betur en þið hafið hugrekki þeirra í hávegum. Sp. Palestína er klofin landfræðilega (milli Vesturbakkans og Gaza) og pólitískt (milli Fatah og Hamas). Útilokar það ekki viðurkenningu á fullvalda ríki þeirra? Sv. Landfræðilegur klofningur Palestínu er afleiðing hins ólöglega hernáms og réttlætir þ.a. l. engan veginn höfnun á rétti Palestínumanna til að stofna ríki á sínu eigin landi. Sp. Sumir segja, að Palestínumenn verði að hafna beitingu vopnavalds til þess að verðskulda viðurkenningu. Ertu sammála því? Sv. Með þessari spurningu er staðreyndunum snúið á haus. Það eru Palestínumenn, sem hafa mátt þola hernám og innilokun í flóttamannabúðum á eigin landi í bráðum hálfa öld. Það er ekki öfugt.Palestínumenn hafa ekki rænt landinu af Ísrael. Og tveggja -ríkja lausnin er ekki endanleg . Ríkin eiga eftir að semja um svo ótal margt, eins og kunnugt er. Þar á meðal um stöðu Jerúsalem. En báðir aðilar eiga að setjast að samningaborði sem jafnréttháir aðilar, fulltrúar tveggja sjálfstæðra ríkja.Það verður að binda endi á óbreytt ástand: Ofbeldi nýlenduherrans gagnvart hinum kúguðu; aparthaid herraþjóðar gagnvart hinum óæðri kynþætti - eins og það hét á tungumáli þýsku nasistanna forðum. Bandaríkin hafa, sem fyrr segir, fyrirgert öllu trausti sem óhlutdrægur sáttasemjari. Ísrael er skjólstæðingsríki Bandaríkjanna, fjárhagslega jafnt sem hernaðarlega. Ísrael er orðið kjarnorkuveldi með þegjandi samþykki Bandaríkjastjórnar. Þar með varðar framferði ísraelska hernámsríkisins heimsbyggðina alla. Heimsfriðurinn er í húfi. Það færi best á því að finna einhvern fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga af Norðurlöndum til að gegna hlutverki sáttasemjara á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forseti Finnlands, Ahtisaari, mundi passa vel í hlutverkið. (Nú – tíu árum síðar – mætti spyrja: hefur fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, yfirlýstur vinur Putins og Modis, nokkuð betra við tímann að gera?) Sp. Hamas hefur þann yfirlýsta tilgang að útrýma Ísrael. Ber ekki að krefjast þess, að Hamas dragi þá stefnuyfirlýsingu til baka, áður en viðurkenning á ríki Palestínumanna kemur til álita? Sv. Hið rétta er, að Hamas hefur lýst því yfir, að Ísraelsríki eigi ekki tilverurétt á hernumdu landi. Það er einfaldlega staðreynd samkvæmt alþjóðalögum. Það getur enginn með löglegum hætti stofnað ríki á hernumdu landi, sem tilheyrir öðrum. Alþjóðasamfélagið getur ekki viðurkennt valdbeitingu af því tagi. Þetta er eitt þeirra mála, sem þarf að leysa við samningaborðið milli hinna tveggja sjálfstæðu ríkja. Sp. Eystrasaltsþjóðirnar endurreistu sjálfstæði sitt með friðsamlegum hætti. Geta Palístínumenn ætlast til að öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæðu ríki, svo lengi sem þeir stunda hriðjuverkaárásir á óbreytta borgara í Ísrael? Svar: Í janúar árið 1991 ákváðu þáverandi valdhafar í Kreml, að leið Eystrasaltsþjóða til að endurheimta sjálfstæði sitt skyldi ekki lengur vera friðsamleg. Hernámsveldið ákvað að beita valdi til að koma í veg fyrir útgöngu Eystrasaltsþjóða úr Sovétríkjunum og endurreisn sjálfstæðis. Þetta var réttlætt með því, að nauðsyn bæri til að vernda líf og limi þjóðernisminnihluta (Rússa og fl.) og jafnvel mannréttindi þeirra, sem að vísu var engin hætta búin. Á seinstu stundu bjargaði þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Michael Gorbachev, æru sinni og sess í sögunni með því að stöðva ofbeldið, áður en það færi gersamlega úr böndunum. Það er þess vegna sem leið Eystrasaltsþjóða til sjálfstæðis gat verið friðsamleg. Ef friðarverðlaunahafi Nóbels, Gorbachev, hefði haldið til streitu ákvörðun sinni um að beita hervaldi gegn vopnlausum og friðsömum borgurum, hefði hann nú á samviskunni ægilegasta blóðbað í Evrópu eftir stríð. Sagan sýnir okkur, því miður, að Benjamin Netanyahu er enginn Gorbachev. Hann er enginn friðarins maður. Þess vegna ber að stöðva hann í óhæfuverkum sínum. Mér kemur í hug, að sú var tíð, þegar leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja (t.d. bæði Regan og Thatcher) uppnefndu Nelson Mandela sem „kommúnískan hryðjuverkamann“. Mandela er nú , sem kunnugt er, vegsamaður vítt og breytt um veröldina sem óumdeilt tákn sátta og fyrirgefningar. Hann er hið eftirbreytniverða fordæmi um, hvernig eigi að leysa djúprætt ágreiningsmál með friðsamlegum hætti. Hann batt endi á apartheid kynþóttafordómanna. Fordæmi hans vísar seinni tíma mönnum veginn. Sp. Eiga smáþjóðir ekki bara að sætta sig við að lúta forsjár stórveldanna, þegar að því kemur að leysa umdeild alþjóðavandamál? Svar: Ekki gerðum við það, þegar við ákváðum að styðja óskir ykkar um endurreist sjálfstæði í blóra við föðurleg ráð leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja – er það? Hvers vegna ættuð þið að gera það? Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Palestína Ísrael Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Það vill gleymast í umfjöllun fjölmiðla og áhorfenda um fjöldamorðin á hernumdu svæðunum í Palestínu, að Gaza, þar sem fórnarlömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borgarar, konur og börn, er í raun flóttamannabúðir. Gaza er stærsta utandyrafangelsi í heiminum. Um það bil tveimur milljónum manna er haldið þar innilokuðum í flóttamannabúðum á örsmáu svæði, sem Ísraelsher hefur víggirt á hernumdu svæði. Þaðan kemst enginn út án leyfis hernámsyfirvalda. Lífsnauðsynlegur út- og innflutningur er stöðvaður fyrirvaralaust að geðþótta hernámsyfirvalda. Það á jafnt við um lyf sem matvæli. Hafnir hafa verið fyrir löngu eyðilagðar, og flugsamgöngur ógerlegar án leyfis hernámsyfirvalda. Staða Palestinumanna gagnvart Ísraelsher og hernámsyfirvöldum er um margt lík stöðu Eystrasaltsþjóða, sem í lok Seinna stríðs voru hernumdar af Rauða hernum. Munurinn er þó sá, Eystrasaltsþjóðum í vil, að þær voru innlimaðar í Sovétsamveldið og nutu þar með, að nafninu til a.m.k., sömu réttinda og Rússar. Þeir sem grunaðir voru um andóf gegn hernáminu voru sendir í gulagið (fanga- og útrýmingarbúðir), en það gilti jafnt um Rússa líka. Fyrir áratug (2011) spruttu upp miklar deilur um, hvort fulltrúar Palestínumanna mættu njóta viðurkenningar og réttinda hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna, eins og um fulltrúa fullvalda ríkis væri að ræða. Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Bandaríkjunum um að hafna þessu, beitti þáverandi utanríkisráðherra , Össur Skarphéðansson, sér fyrir því, að Ísland studdi umsóknir Palestínumanna. Það var líka yfirlýst stefna Íslands að styðja stofnun Palestínuríkis og viðurkenna tilvist þess á hinu hernumda landi. Frelsisbarátta við Eystrasalt Það vakti nokkra athygli, að hinar nýfrjálsu Eystrasaltsþjóðir studdu ekki sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna og kusu fremur að þóknast ísraelska hernámsveldinu, að kröfu Bandaríkjastjórnar. Þetta var að vísu gríðarlega umdeilt mál á þeim tíma. Þar sem utanríkisráðherra Íslands hafði á sínum tíma (1988-91) stutt dyggilega við bakið á sjálfstæðishreyfingu Eystrasaltsþjóða og hafði tekið frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði þeirra, þótti það einnar messu virði að leita álits hans á þessu máli. Af því tilefni birti Ramunas Bogdanas, sem á sínum tíma var pólitískur ráðgjafi Landsbergis, sjálfstæðishetju Litháa, viðtal við mig í helsta netmiðli Litháen – Delfi. Viðtalið gæti allt eins hafa verið tekið í dag. Það sem hér fer á eftir byggir á því, en í mjög styttu formi. Spurning: Á alþjóðasamfélagið að viðurkenna rétt Palestínumanna til fullvalda ríkis? Svar: Hrottaskapur ísraelskra hernámsyfirvalda gagnvart varnarlausu fólki í flóttamannabúðum á hernámssvæðinu í Gaza er sögulegur harmleikur. Þeir sem á sínum tíma urðu fórnarlömb kynþáttafordóma og pólitískrar sturlunar í Evrópu neyta nú sjálfir hernaðaryfirburða sinna við að kúga og niðurlægja varnarlaust fólk, eins og þeir þurftu sjálfir að sæta af hálfu ofsækjenda sinna í Evrópu. Þetta er ekki bara siðlaust. Það er heimskulegt og gengur í berhögg við langtíma hagsmuni ísraelsku þjóðarinnar. Ísraelsríki getur ekki tryggt sér frið og öryggi til framtíðar með þessari framgöngu. Bandaríkin hafa gersamlega brugðist í hlutverki sínu sem milligönguaðili og sáttasemjari í þessum deilum. Ísrael þarf á hjálp alþjóðsamfélagsins að halda til þess að losna úr þessum ógöngum. Sp. Sérð þú – sem frumkvöðull að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurrreistu sjálfstæði okkar á árunum 1990-91, meðan við vorum enn hernumin þjóð af Sovétríkjunum – eitthvað líkt með stöðu mála milli Ísrael og Palestínu og stöðu okkar Eystrasaltsþjóða á þessum tíma? Svar: Óneitanlega er margt líkt. Nefnum nokkur dæmi: Palestínumenn hafa mátt þola hernám af hálfu Ísraelsríkis í krafti algerra hernaðaryfirburða áratugum saman, rétt eins og þið. Hernámsríkið virðir í engu skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum og milliríkjasamningum. Það gerðu Sovétríkin í ykkar tilviki ekki heldur. Þið voruð undir járnhæl ríkis, sem naut algerra hernaðaryfirburða. Það er sömu sögu að segja um Palestínumenn. Sovétstjórnin reyndi að kúga ykkur til hlýðni með efnhagslegum refsiaðgerðum. Það gera Ísraelar líka gagnvart Palestínumönnum. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Þýskalands sögðu ykkur, að sjálfstæðisyfirlýsingingin 11. mars, 1990 væri „ótímabær“. Þeir segja það sama nú við Palestínumenn. Við eigum að hafna þeirri ráðgjöf nú, alveg eins og þið gerðuð þá. En er annað ólíkt? Já. Sumir nefna til sögunnar, að þið hafið bara beitt friðsamlegum aðgerðum, en að Palestínumenn reyni öðru hverju vopnað viðnám. Hvað er til ráða, þegar hernámsveldið, sem nýtur algerra hernaðaryfirburða, útilokar friðsamlegar lausnir? Munið þið eftir „skógarbræðrunum“ ? Þeir reyndu af veikum mætti vopnað viðnám gegn sovéska hernámsveldinu í tæpan áratug, en var að lokum útrýmt. Ég fordæmi þá ekki. Ég veit ekki betur en þið hafið hugrekki þeirra í hávegum. Sp. Palestína er klofin landfræðilega (milli Vesturbakkans og Gaza) og pólitískt (milli Fatah og Hamas). Útilokar það ekki viðurkenningu á fullvalda ríki þeirra? Sv. Landfræðilegur klofningur Palestínu er afleiðing hins ólöglega hernáms og réttlætir þ.a. l. engan veginn höfnun á rétti Palestínumanna til að stofna ríki á sínu eigin landi. Sp. Sumir segja, að Palestínumenn verði að hafna beitingu vopnavalds til þess að verðskulda viðurkenningu. Ertu sammála því? Sv. Með þessari spurningu er staðreyndunum snúið á haus. Það eru Palestínumenn, sem hafa mátt þola hernám og innilokun í flóttamannabúðum á eigin landi í bráðum hálfa öld. Það er ekki öfugt.Palestínumenn hafa ekki rænt landinu af Ísrael. Og tveggja -ríkja lausnin er ekki endanleg . Ríkin eiga eftir að semja um svo ótal margt, eins og kunnugt er. Þar á meðal um stöðu Jerúsalem. En báðir aðilar eiga að setjast að samningaborði sem jafnréttháir aðilar, fulltrúar tveggja sjálfstæðra ríkja.Það verður að binda endi á óbreytt ástand: Ofbeldi nýlenduherrans gagnvart hinum kúguðu; aparthaid herraþjóðar gagnvart hinum óæðri kynþætti - eins og það hét á tungumáli þýsku nasistanna forðum. Bandaríkin hafa, sem fyrr segir, fyrirgert öllu trausti sem óhlutdrægur sáttasemjari. Ísrael er skjólstæðingsríki Bandaríkjanna, fjárhagslega jafnt sem hernaðarlega. Ísrael er orðið kjarnorkuveldi með þegjandi samþykki Bandaríkjastjórnar. Þar með varðar framferði ísraelska hernámsríkisins heimsbyggðina alla. Heimsfriðurinn er í húfi. Það færi best á því að finna einhvern fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga af Norðurlöndum til að gegna hlutverki sáttasemjara á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi forseti Finnlands, Ahtisaari, mundi passa vel í hlutverkið. (Nú – tíu árum síðar – mætti spyrja: hefur fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, yfirlýstur vinur Putins og Modis, nokkuð betra við tímann að gera?) Sp. Hamas hefur þann yfirlýsta tilgang að útrýma Ísrael. Ber ekki að krefjast þess, að Hamas dragi þá stefnuyfirlýsingu til baka, áður en viðurkenning á ríki Palestínumanna kemur til álita? Sv. Hið rétta er, að Hamas hefur lýst því yfir, að Ísraelsríki eigi ekki tilverurétt á hernumdu landi. Það er einfaldlega staðreynd samkvæmt alþjóðalögum. Það getur enginn með löglegum hætti stofnað ríki á hernumdu landi, sem tilheyrir öðrum. Alþjóðasamfélagið getur ekki viðurkennt valdbeitingu af því tagi. Þetta er eitt þeirra mála, sem þarf að leysa við samningaborðið milli hinna tveggja sjálfstæðu ríkja. Sp. Eystrasaltsþjóðirnar endurreistu sjálfstæði sitt með friðsamlegum hætti. Geta Palístínumenn ætlast til að öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæðu ríki, svo lengi sem þeir stunda hriðjuverkaárásir á óbreytta borgara í Ísrael? Svar: Í janúar árið 1991 ákváðu þáverandi valdhafar í Kreml, að leið Eystrasaltsþjóða til að endurheimta sjálfstæði sitt skyldi ekki lengur vera friðsamleg. Hernámsveldið ákvað að beita valdi til að koma í veg fyrir útgöngu Eystrasaltsþjóða úr Sovétríkjunum og endurreisn sjálfstæðis. Þetta var réttlætt með því, að nauðsyn bæri til að vernda líf og limi þjóðernisminnihluta (Rússa og fl.) og jafnvel mannréttindi þeirra, sem að vísu var engin hætta búin. Á seinstu stundu bjargaði þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Michael Gorbachev, æru sinni og sess í sögunni með því að stöðva ofbeldið, áður en það færi gersamlega úr böndunum. Það er þess vegna sem leið Eystrasaltsþjóða til sjálfstæðis gat verið friðsamleg. Ef friðarverðlaunahafi Nóbels, Gorbachev, hefði haldið til streitu ákvörðun sinni um að beita hervaldi gegn vopnlausum og friðsömum borgurum, hefði hann nú á samviskunni ægilegasta blóðbað í Evrópu eftir stríð. Sagan sýnir okkur, því miður, að Benjamin Netanyahu er enginn Gorbachev. Hann er enginn friðarins maður. Þess vegna ber að stöðva hann í óhæfuverkum sínum. Mér kemur í hug, að sú var tíð, þegar leiðtogar vestrænna lýðræðisríkja (t.d. bæði Regan og Thatcher) uppnefndu Nelson Mandela sem „kommúnískan hryðjuverkamann“. Mandela er nú , sem kunnugt er, vegsamaður vítt og breytt um veröldina sem óumdeilt tákn sátta og fyrirgefningar. Hann er hið eftirbreytniverða fordæmi um, hvernig eigi að leysa djúprætt ágreiningsmál með friðsamlegum hætti. Hann batt endi á apartheid kynþóttafordómanna. Fordæmi hans vísar seinni tíma mönnum veginn. Sp. Eiga smáþjóðir ekki bara að sætta sig við að lúta forsjár stórveldanna, þegar að því kemur að leysa umdeild alþjóðavandamál? Svar: Ekki gerðum við það, þegar við ákváðum að styðja óskir ykkar um endurreist sjálfstæði í blóra við föðurleg ráð leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja – er það? Hvers vegna ættuð þið að gera það? Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun