Treyjusala jókst um 2400% vegna endurkomu Benzema Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:00 Benzema mun klæðast frönsku treyjunni í fyrsta sinn í sex ár í sumar. vísir/getty Frakkar eru yfir sig spenntir fyrir Evrópumótinu í fótbolta sem fram fer víðs vegar um Evrópu í sumar. Endurkoma Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, í liðið hefur ýtt rækilega undir áhuga á liðinu. Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Benzema hefur ekki verið valinn í landsliðið frá árinu 2015 vegna meintrar aðkomu hans að fjárkúgun á þáverandi liðsfélaga hans í landsliðinu, Mathieu Valbuena, þar sem kynlífsmyndband af þeim síðarnefnda á að hafa komið við sögu. Ekki hefur verið dæmt í málinu en vegna málsins var Benzema tekinn út úr landsliðinu og hefur verið útlegð síðan. Þar til nú. Benzema var í 26 manna landsliðshópi Didier Deschamps sem tilkynntur var í vikunni og verður hann því í eldlínunni í sumar. Benzema hefur spilað frábærlega síðustu tvö tímabil með Real Madrid á Spáni og ekki er útilokað að lítill spiltími Olivier Giroud hjá Chelsea, sem hefur verið aðalframherji Frakka síðustu ár, spili þar inn í. Spænski miðillinn Marca greinir frá því að áhuginn á franska landsliðinu hafi aukist gríðarlega með kalli Benzema í hópinn. Sölur á treyjum liðsins hafi aukist um heil 2400% frá því að tilkynnt var um endurkomu hans. Við það má þó bæta að hinir 25 leikmennirnir sem fara á EM voru tilkynntir samtímis og að franski búningurinn er nýlega kominn á markað. Það mun þó vera spennandi að sjá Benzema í franska búningum á ný í sumar þar sem Frakkar freista þess að leika eigið afrek frá aldamótunum eftir. Frakkar unnu þá HM 1998 og EM 2000 og voru handhafar beggja titla samtímis. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps vann báða þá titla sem leikmaður og fyrirliði liðsins, en hann getur orðið sá fyrsti í sögunni til að vinna bæði mótin sem bæði leikmaður og þjálfari. Frakka bíður þó strembið verkefni frá upphafi. Þeir eru í F-riðli keppninnar ásamt ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala, heimsmeisturum ársins 2014 í Þýskalandi auk Íslandsbana Ungverjalands, sem leika á heimavelli, líkt og Þjóðverjar en riðillinn er leikinn í Búdepest og München dagana 15.-23. júní. Þeir verða allir í beinni útsendingu á stöðvum Stöðvar 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Benzema í franska hópnum sem fer á EM Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. 18. maí 2021 22:15