Patrekur: Örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2021 18:15 Patreki Jóhannessyni fannst ekki mikið til spilamennsku Stjörnunnar gegn Þór koma. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Þór, 27-23, í dag en fannst spilamennska sinna manna slök. „Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Þetta var ekki góður leikur en tvö stig og það er það sem ég er ánægður með. En leikurinn var frekar lélegur,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leikinn í Mýrinni. Stjörnumenn voru alltaf yfir í leiknum en slitu sig aldrei alveg frá föllnum Þórsurum. „Þetta er eins og þegar þú spilar gegn ÍR. Þeir eru pressulausir og gera sína hluti, spila langar sóknir. Framan af var einbeiting í þessu en í seinni hálfleik klikkuðum við á ótal dauðafærum,“ sagði Patrekur. „Þetta var bara lélegur leikur og ég ætla ekkert að fegra það. Við eigum ekki möguleika gegn Fram í næsta leik ef við spilum ekki betur en þetta. Þetta var örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu.“ Adam Thorstensen átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði átján skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Hann var frábær. Hann á svona leiki og hefur tekið miklum framförum á þessu tímabili. Hann var klárlega ljósi punkturinn og auðvitað að taka stigin tvö. Þetta snýst um það þótt spilamennskan hafi ekki verið merkileg,“ sagði Patrekur. Með sigrinum í dag komst Stjarnan upp í 3. sæti Olís-deildarinnar og endar þar ef liðið vinnur Fram í lokaumferðinni á fimmtudaginn. Patrekur segir að sínir menn verði að spila betur gegn Frömmurum en í dag og er fullviss um að þeir geri það. „Ég ætla ekki að mála þetta of svart. Við áttum frábæran leik gegn Val þar sem allt var upp á tíu og ég fór ekkert of hátt upp eftir það. Þetta var lélegt en ég vona og veit að við gerum betur á móti Fram,“ sagði Patrekur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. 24. maí 2021 17:52