Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 22:24 Víglínan í dag. EINAR ÁRNASON Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn. Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Átta dagar eru eftir af þinginu og telur ráðherrann það allt of stuttan tíma til að ná sátt um málið. „Við munum auðvitað halda áfram að reyna að tala saman stjórnarflokkarnir um það hvaða leiðir séu færar. En ég held að það sé ekki gott málsins vegna einfaldlega að fara að keyra það í gegn á einhverju samkomulagi á síðustu dögunum. Það er ekki málið,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni í dag. Hann segir hugmyndina heillandi og því þurfi að eiga sér meira samtal í samfélaginu. „Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fyrirvara við málið inn í stjórnarsáttmálann og enn sé verið að fjalla um vissa þætti í því sem náist ekki að klára á þessu þingi. Því sé útilokað að málið fari í gegn í sinni núverandi mynd. Það hafi mistekist að sætta alla sem koma á málinu, sérstaklega þá sem búa næst þjóðgarðinum. „En af því að hugmyndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf einfaldlega meira samtal í samfélaginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að framkvæma það á einu kjörtímabili. Í raun og veru er þetta það stórt verkefni að það þarf lengri aðdraganda.“ Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.vísir/vilhelm Stækka kannski Vatnajökulsþjóðgarð í staðinn Sigurður Ingi var þá spurður hver möguleg útkoma gæti verið í málinu á yfirstandandi þingi. Er verið að skoða að hafa þjóðgarðinn minni? „Það er verið að skoða hvernig við getum tryggt að það sem að þó er búið að nást sátt um í samtalinu, hvernig við getum haldið því áfram og ég ætla ekkert að útiloka að það finnist einhverjar leiðir til þess en þessi útfærsla hún gengur ekki upp og getur ekki orðið að lögum núna,“ sagði hann og nefndi möguleikann á því að Vatnajökulsþjóðgarður yrði stækkaður nokkuð í staðinn. Var þetta klúður hjá umhverfisráðherra? „Ég ætla nú ekki að segja það. Þetta er stór hugmynd og til þess að hún geti gengið fram þarftu að leggja mjög mikið á þig til að fá allt samfélagið til að geta litið á þetta sem sinn þjóðgarð,“ sagði Sigurður Ingi. Það hafi ekki tekist enn.
Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira