10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 12:01 Cristiano Ronaldo horfir til himins í leiknum á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. EPA/MAST IRHAM E Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. Portúgalinn Cristiano Ronaldo endaði síðasta Evrópumót sem handhafi bæði leikjametsins og markametsins í úrslitakeppni EM. Hann deilir markametinu reyndar enn með Michel Platini en gæti bætt úr því á EM í sumar. Ronaldo hefur alls skorað 9 mörk í 21 leik í úrslitakeppni EM. Hann hefur spilað þremur leikjum meira en næsti maður sem er Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger. Michel Platini skoraði öll sín níu mörk á EM 1984 en Ronaldo hefur aldrei skorað meira en þrjú mörk í einni keppni. Ronaldo spilaði á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2004 en þá fór það einmitt fram í Portúgal. Ronaldo, sem þá var bara nítján ára gamall, skoraði 2 mörk í 6 leikjum. Fyrsti leikur hans á þessu Evrópumóti var bara landsleikur númer átta hjá honum og Ronaldo skoraði í 2-1 tapi á móti Grikklandi. Ronaldo skoraði eitt mark á EM 2008, þrjú mörk á EM 2012 og loks þrjú mörk á síðasta EM sumarið 2016. Ronaldo verður fyrsti maðurinn til að spila á fimm Evrópumótum en Spánverjinn Iker Casillas hefur verið fimm sinnum í EM-hóp Spánverja en spilaði ekki mínútu á EM 2000 eða EM 2016. Zlatan Ibrahimovic hefði getað náð þessu líka en missir af mótinu vegna meiðsla. Ronaldo getur einnig náð sér í annað met. Hann hefur verið fyrirliði í 12 af þessum 21 leik en metið sem fyrirliði í úrslitakeppni EM á ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon sem á að baki þrettán leiki sem fyrirliði Ítala. Hér fyrir neðan má sjá þá leikjahæstu og markahæstu í sögu úrslitakeppni Evrópumóts karla. Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Portúgalinn Cristiano Ronaldo endaði síðasta Evrópumót sem handhafi bæði leikjametsins og markametsins í úrslitakeppni EM. Hann deilir markametinu reyndar enn með Michel Platini en gæti bætt úr því á EM í sumar. Ronaldo hefur alls skorað 9 mörk í 21 leik í úrslitakeppni EM. Hann hefur spilað þremur leikjum meira en næsti maður sem er Þjóðverjinn Bastian Schweinsteiger. Michel Platini skoraði öll sín níu mörk á EM 1984 en Ronaldo hefur aldrei skorað meira en þrjú mörk í einni keppni. Ronaldo spilaði á sínu fyrsta Evrópumóti sumarið 2004 en þá fór það einmitt fram í Portúgal. Ronaldo, sem þá var bara nítján ára gamall, skoraði 2 mörk í 6 leikjum. Fyrsti leikur hans á þessu Evrópumóti var bara landsleikur númer átta hjá honum og Ronaldo skoraði í 2-1 tapi á móti Grikklandi. Ronaldo skoraði eitt mark á EM 2008, þrjú mörk á EM 2012 og loks þrjú mörk á síðasta EM sumarið 2016. Ronaldo verður fyrsti maðurinn til að spila á fimm Evrópumótum en Spánverjinn Iker Casillas hefur verið fimm sinnum í EM-hóp Spánverja en spilaði ekki mínútu á EM 2000 eða EM 2016. Zlatan Ibrahimovic hefði getað náð þessu líka en missir af mótinu vegna meiðsla. Ronaldo getur einnig náð sér í annað met. Hann hefur verið fyrirliði í 12 af þessum 21 leik en metið sem fyrirliði í úrslitakeppni EM á ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon sem á að baki þrettán leiki sem fyrirliði Ítala. Hér fyrir neðan má sjá þá leikjahæstu og markahæstu í sögu úrslitakeppni Evrópumóts karla. Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland) EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Flestir leikir í úrslitakeppni EM: 21 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 18 - Bastian Schweinsteiger (Þýskaland) 17 - Gianluigi Buffon (Ítalía) 16 - Cesc Fabregas (Spánn) 16 - Andrés Iniesta (Spánn) 16 - Lilian Thuram (Frakkland) 16 - Edwin van der Sar (Holland) 15 - Joao Moutinho (Portúgal) 15 - Nani (Portúgal) 15 - Pepe (Portúgal) 15 - Sergio Ramos (Spánn) 15 - David Silva (Spánn) - Flest mörk í úrslitakeppni EM: 9 - Michel Platini (Frakkland) 9 - Cristiano Ronaldo (Portúgal) 7 - Alan Shearer (England) 6 - Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) 6 - Thierry Henry (Frakkland) 6 - Patrick Kluivert (Holland) 6 - Nuno Gomes (Portúgal) 6 - Antoine Griezmann (Frakkland) 6 - Wayne Rooney (England) 6 - Ruud van Nistelrooy (Holland)
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01 13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
12 dagar í EM: Tvö fyrstu landsliðsmörk Skallaskrímslisins unnu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í annað skipti þökk sé einum óvæntri hetju. 30. maí 2021 12:01
13 dagar í EM: 399 dagar á milli þess að fyrsta og síðasta þjóðin tryggðu sig á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það leið meira en ár á milli þess að fyrsta þjóðin tryggði sig sér þátttökurétt á EM alls staðar og þar til að 24 þjóða hópur keppninnar var fullskipaður. 29. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
15 dagar í EM: Þegar Van Basten braut lögmál eðlisfræðinnar í úrslitaleik EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Mark Hollendingsins Marco van Basten í úrslitaleiknum á EM 1988 er örugglega enn í fersku minni hjá þeim sem sáu það fyrir meira en þremur áratugum síðan. 27. maí 2021 12:01