Úrslitin ráðast á því hvernig Valskonur verjast töfrakonunni Rut Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 12:31 Rut Jónsdóttir var tekin föstum tökum í einvígi KA/Þórs og Vals. vísir/hulda margrét Úrslitin í einvígi KA/Þórs og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta ráðast að miklu leyti á því hvernig Valskonur verjast Rut Jónsdóttur. Þetta segir Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals hefst í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór vann ÍBV í eftirminnilegum oddaleik fyrir norðan um helgina á meðan Valur hefur verið í smá fríi eftir að hafa slegið Fram út, 2-0, í undanúrslitunum. Eyjakonur gerðu Akureyringum erfitt fyrir með því að taka Rut nánast úr umferð stærstan hluta einvígisins. Sunneva segir að Valskonur gætu farið sömu leið. „Ef Valur tekur Rut út ætla ég að spá Val sigri en ef þær spila 6-0 vörn spái ég KA/Þór sigri. Þetta fer mikið eftir því hvað Rut fær að gera,“ sagði Sunneva við Vísi í dag. Hún hallast frekar að Valssigri í kvöld en segir allar líkur á að úrslit einvígisins ráðist í oddaleik. KA/Þór hefur aðeins tapað tveimur leikjum allt tímabilið.vísir/hulda margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að spá fyrir um úrslit og fyrir þessar rimmur. Þetta hefur verið ógeðslega skemmtilegt,“ sagði Sunneva. „Rut er töfrakona og getur gert allan fjandann. En ef þær taka hana út og hún fær ekki að vera með held ég að Valur vinni,“ bætti hún við. Dýrmætt fyrir Val að Thea sé í stuði Sunneva segir að Valur sé heilt yfir með sterkara lið og meiri breidd. Sunneva segir að miklu muni um að Thea Imani Sturludóttir hafi fundið fjölina sína og svo auðvitað um Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem tók skóna af hillunni í vetur og hefur sýnt að hún hefur engu gleymt. Thea Imani Sturludóttir hefur náð sér vel á strik í úrslitakeppninni eftir að hafa verið nokkuð róleg í deildarkeppninni.vísir/hulda margrét „Hún hefur verið frábær í þessari úrslitakeppni og það er hrikalega dýrmætt fyrir Val. Hún er með þessar sleggjur og geta líka „fintað“ sig í gegn. Það kemur svo mikil ógn fyrir utan. Hún getur gert allt. Svo gerir Anna Úrsúla svo mikið fyrir þær í vörninni og upp á stemmninguna,“ sagði Sunneva. Eins og alltaf í svona einvígi veltur mikið á markvörslunni. Matea Lonac stendur á milli stanganna hjá KA/Þór en Saga Sif Gísladóttir hjá Val. Held að Saga detti í gírinn „Matea er búin að vera stöðugri í vetur og átt fleiri góða leiki. Saga hefur verið upp og niður en þegar hún á góða leiki hefur hún verið frábær,“ sagði Sunneva. „Þetta snýst rosalega mikið um vörn og markvörslu í kvöld. Þetta verður keppni á milli markvarðanna. Ég held að Saga detti í gírinn og ætla að spá henni sigri í baráttu markvarðanna í dag.“ Saga Sif Gísladóttir kom til Vals frá Haukum fyrir tímabilið og gæti unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á næstu dögum.vísir/hulda margrét Ef Rut verður tekin föstum tökum og hreinlega úr umferð í leiknum í kvöld og öðrum leikjum í einvíginu þurfa aðrir útispilarar KA/Þórs að láta að sér kveða og taka af skarið. „Þá snýst þetta rosalega mikið um Aldísi [Ástu Heimisdóttir], Sólveigu [Láru Kristjánsdóttur] og Huldu [Bryndísi Tryggvadóttur]. Þær verða að stíga upp eins og þær gerðu í oddaleiknum gegn ÍBV,“ sagði Sunneva. Aldís Ásta Heimisdóttir er mikilvægur hlekkur í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Það að leggja ofuráherslu á að stöðva Rut getur ekki bara opnað fyrir aðra útispilara heldur einnig línuna. Sunneva segir að KA/Þór þurfi þó að hafa mikið fyrir því að opna Valsvörnina. „Ef Valur tekur Rut út opnast gat fyrir aftan en KA/Þór er alltaf að fara að mæta betri vörn en gegn ÍBV. Valsstelpurnar eru fljótari á fótunum og sneggri. KA/Þór lendir í vandræðum ef Rut fær ekki að taka þátt,“ sagði Sunneva að lokum. Leikur KA/Þórs og Vals hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals hefst í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór vann ÍBV í eftirminnilegum oddaleik fyrir norðan um helgina á meðan Valur hefur verið í smá fríi eftir að hafa slegið Fram út, 2-0, í undanúrslitunum. Eyjakonur gerðu Akureyringum erfitt fyrir með því að taka Rut nánast úr umferð stærstan hluta einvígisins. Sunneva segir að Valskonur gætu farið sömu leið. „Ef Valur tekur Rut út ætla ég að spá Val sigri en ef þær spila 6-0 vörn spái ég KA/Þór sigri. Þetta fer mikið eftir því hvað Rut fær að gera,“ sagði Sunneva við Vísi í dag. Hún hallast frekar að Valssigri í kvöld en segir allar líkur á að úrslit einvígisins ráðist í oddaleik. KA/Þór hefur aðeins tapað tveimur leikjum allt tímabilið.vísir/hulda margrét „Það hefur aldrei verið jafn erfitt að spá fyrir um úrslit og fyrir þessar rimmur. Þetta hefur verið ógeðslega skemmtilegt,“ sagði Sunneva. „Rut er töfrakona og getur gert allan fjandann. En ef þær taka hana út og hún fær ekki að vera með held ég að Valur vinni,“ bætti hún við. Dýrmætt fyrir Val að Thea sé í stuði Sunneva segir að Valur sé heilt yfir með sterkara lið og meiri breidd. Sunneva segir að miklu muni um að Thea Imani Sturludóttir hafi fundið fjölina sína og svo auðvitað um Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem tók skóna af hillunni í vetur og hefur sýnt að hún hefur engu gleymt. Thea Imani Sturludóttir hefur náð sér vel á strik í úrslitakeppninni eftir að hafa verið nokkuð róleg í deildarkeppninni.vísir/hulda margrét „Hún hefur verið frábær í þessari úrslitakeppni og það er hrikalega dýrmætt fyrir Val. Hún er með þessar sleggjur og geta líka „fintað“ sig í gegn. Það kemur svo mikil ógn fyrir utan. Hún getur gert allt. Svo gerir Anna Úrsúla svo mikið fyrir þær í vörninni og upp á stemmninguna,“ sagði Sunneva. Eins og alltaf í svona einvígi veltur mikið á markvörslunni. Matea Lonac stendur á milli stanganna hjá KA/Þór en Saga Sif Gísladóttir hjá Val. Held að Saga detti í gírinn „Matea er búin að vera stöðugri í vetur og átt fleiri góða leiki. Saga hefur verið upp og niður en þegar hún á góða leiki hefur hún verið frábær,“ sagði Sunneva. „Þetta snýst rosalega mikið um vörn og markvörslu í kvöld. Þetta verður keppni á milli markvarðanna. Ég held að Saga detti í gírinn og ætla að spá henni sigri í baráttu markvarðanna í dag.“ Saga Sif Gísladóttir kom til Vals frá Haukum fyrir tímabilið og gæti unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á næstu dögum.vísir/hulda margrét Ef Rut verður tekin föstum tökum og hreinlega úr umferð í leiknum í kvöld og öðrum leikjum í einvíginu þurfa aðrir útispilarar KA/Þórs að láta að sér kveða og taka af skarið. „Þá snýst þetta rosalega mikið um Aldísi [Ástu Heimisdóttir], Sólveigu [Láru Kristjánsdóttur] og Huldu [Bryndísi Tryggvadóttur]. Þær verða að stíga upp eins og þær gerðu í oddaleiknum gegn ÍBV,“ sagði Sunneva. Aldís Ásta Heimisdóttir er mikilvægur hlekkur í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Það að leggja ofuráherslu á að stöðva Rut getur ekki bara opnað fyrir aðra útispilara heldur einnig línuna. Sunneva segir að KA/Þór þurfi þó að hafa mikið fyrir því að opna Valsvörnina. „Ef Valur tekur Rut út opnast gat fyrir aftan en KA/Þór er alltaf að fara að mæta betri vörn en gegn ÍBV. Valsstelpurnar eru fljótari á fótunum og sneggri. KA/Þór lendir í vandræðum ef Rut fær ekki að taka þátt,“ sagði Sunneva að lokum. Leikur KA/Þórs og Vals hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira