Furðuleg froða í læk við Vog Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 15:11 Froðan rennur úr frárennsli við Stórhöfða. Vísir/Vilhelm Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm
Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira