Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 16:31 LeBron James fórnar höndum í tapinu gegn Phoenix Suns í nótt. Getty/Keith Birmingham Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James. NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James.
NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30