Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 15:31 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í gær. vísir/Bára Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31