Tuttugu hlauparar lagðir af stað í 161 kílómetra keppni á Hengilsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 17:31 Keppandi 021, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, keppir í ár í 161 km brautinni en hún vann Hengil Trail 106 km árið 2019. Salamon Hengill Ultra Klukkan tvö í dag voru tuttugu hlauparar ræstir út í lengstu vegalengd keppninnar Hengill Ultra. Hlaupararnir fara 161 kílómetra og fóru af stað frá Hveragerði í rigningu og roki. Annað kvöld eru hlauparar í 106 kílómetra brautinni ræstir út en þáttakendur í þessari vegalengd eru um sextíu talsins. Á sunnudag klukkan 08:00 hlaupa svo af stað 260 keppendur í 53 kílómetra hlaupinu og í hádeginu ræsa rúmlega 600 keppendur í 26 kílómetrum. Klukkan tvö hlaupa svo af stað um það bil fimm hundruð keppendur í stystu vegalengdunum, fimm og tíu kílómetra. „Rúmlega 1300 keppendur eru skráðir sig til leiks . Hengill Ultra var fyrst hlaupin árið 2012 og þetta verður því í tíunda sinn sem hlaupið fer fram en í þessi tíu ár hefur hlaupið þróast og umgjörð þess vaxið á milli ára. Hlaupið í fyrra sprengdi öll fyrir met en þá voru um 700 þátttakendur sem hlupu en hlaupið hefur verið í fimm mismunandi vegalengdum en í ár bætist enn ein vegalengdin í hlaupið en það er svokallað 100 mílna hlaup en það er eins nafnið gefur til kynna 161 km hlaup,“ segja skipuleggjendur hlaupsins. 161 km hópurinn við rásmarkið í dag.Salamon Hengill Ultra „Lokað var fyrir allar skráningar í byrjun apríl á þessu ári. „Við erum að passa það að keppnin vaxa ekki of hratt. Við höfum lagt mikla áherslu á það að vinna þetta í mjög nánu sambandi við íbúa og stjórnendur í Hveragerði. Til þessa höfum við fundið fyrir frábærum meðbyr og miklum vilja til að styðja við verkefnið. Í sumar sem leið leyfi ég mér að fullyrða að við "opnuðum" bæinn eftir erfiðan Covid vetur. Margir veitingastaðir og hótel fóru á fullt skrið aftur þessa helgi og það var frábært að finna það að hlaupið var að skila viðskiptum í nær samfélagið. Næsta sumar gerum við enn betur,“ segir Þórir Erlingsson mótstjóri Víkingamótanna. Hlaupið er hluti af Víkingamóta röðinni en henni tilheyra líka KIA Gullhringurinn sem hjólaður eru að suðurlandi, Eldslóðin utanvegahlaup og Landsnet MTB fjallahjólakeppni sem báðar fara fram í Heiðmörkinni við borgarmörkin. Veðrið var einstaklega íslenskt þegar hlaupararnir lögðu af stað í þessa þrekraun.Salamon Hengill Ultra „Allar keppnirnar eiga nokkra lykilþætti sameiginlega. Keppnisbrautirnar eru valdar út frá náttúrufegurðinni, allar vegalengdir henta byrjendum og áhugafólki en líka fremsta íþróttafólki landsins. Vígorð keppnanna er allir keppa, allir vinna og allir velkomnir og eru þær því einhverskonar sumarhátíð keppenda af öllum styrkleikum. Öll eru mótin skipulögð sem fjölskylduvænir viðburðir og afþreying utan um íþróttakeppnir með það að leiðarljósi að mótin séu einnig skemmtun fyrir bæði þátttakendur og fjölskyldur þeirra sem og almenna áhorfendur. Afþreying er í boði fyrir aðstandendur og áhorfendur á hverju móti fyrir sig og grill og gleði er eftir að keppendur koma í mark í þeim öllum.“ Áhugasamir geta fylgst með hlaupinu í gegnum Facebook síðuna Salamon Hengill Ultra. Hlaup Fjallamennska Hveragerði Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Annað kvöld eru hlauparar í 106 kílómetra brautinni ræstir út en þáttakendur í þessari vegalengd eru um sextíu talsins. Á sunnudag klukkan 08:00 hlaupa svo af stað 260 keppendur í 53 kílómetra hlaupinu og í hádeginu ræsa rúmlega 600 keppendur í 26 kílómetrum. Klukkan tvö hlaupa svo af stað um það bil fimm hundruð keppendur í stystu vegalengdunum, fimm og tíu kílómetra. „Rúmlega 1300 keppendur eru skráðir sig til leiks . Hengill Ultra var fyrst hlaupin árið 2012 og þetta verður því í tíunda sinn sem hlaupið fer fram en í þessi tíu ár hefur hlaupið þróast og umgjörð þess vaxið á milli ára. Hlaupið í fyrra sprengdi öll fyrir met en þá voru um 700 þátttakendur sem hlupu en hlaupið hefur verið í fimm mismunandi vegalengdum en í ár bætist enn ein vegalengdin í hlaupið en það er svokallað 100 mílna hlaup en það er eins nafnið gefur til kynna 161 km hlaup,“ segja skipuleggjendur hlaupsins. 161 km hópurinn við rásmarkið í dag.Salamon Hengill Ultra „Lokað var fyrir allar skráningar í byrjun apríl á þessu ári. „Við erum að passa það að keppnin vaxa ekki of hratt. Við höfum lagt mikla áherslu á það að vinna þetta í mjög nánu sambandi við íbúa og stjórnendur í Hveragerði. Til þessa höfum við fundið fyrir frábærum meðbyr og miklum vilja til að styðja við verkefnið. Í sumar sem leið leyfi ég mér að fullyrða að við "opnuðum" bæinn eftir erfiðan Covid vetur. Margir veitingastaðir og hótel fóru á fullt skrið aftur þessa helgi og það var frábært að finna það að hlaupið var að skila viðskiptum í nær samfélagið. Næsta sumar gerum við enn betur,“ segir Þórir Erlingsson mótstjóri Víkingamótanna. Hlaupið er hluti af Víkingamóta röðinni en henni tilheyra líka KIA Gullhringurinn sem hjólaður eru að suðurlandi, Eldslóðin utanvegahlaup og Landsnet MTB fjallahjólakeppni sem báðar fara fram í Heiðmörkinni við borgarmörkin. Veðrið var einstaklega íslenskt þegar hlaupararnir lögðu af stað í þessa þrekraun.Salamon Hengill Ultra „Allar keppnirnar eiga nokkra lykilþætti sameiginlega. Keppnisbrautirnar eru valdar út frá náttúrufegurðinni, allar vegalengdir henta byrjendum og áhugafólki en líka fremsta íþróttafólki landsins. Vígorð keppnanna er allir keppa, allir vinna og allir velkomnir og eru þær því einhverskonar sumarhátíð keppenda af öllum styrkleikum. Öll eru mótin skipulögð sem fjölskylduvænir viðburðir og afþreying utan um íþróttakeppnir með það að leiðarljósi að mótin séu einnig skemmtun fyrir bæði þátttakendur og fjölskyldur þeirra sem og almenna áhorfendur. Afþreying er í boði fyrir aðstandendur og áhorfendur á hverju móti fyrir sig og grill og gleði er eftir að keppendur koma í mark í þeim öllum.“ Áhugasamir geta fylgst með hlaupinu í gegnum Facebook síðuna Salamon Hengill Ultra.
Hlaup Fjallamennska Hveragerði Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira