Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 17:46 Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira