Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 08:18 Frá vettvangi slyssins 21. júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins. Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins.
Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01