Fær erlendu leikmennina í mat, leyfir þeim að fara í heita pottinn og prjónar á þær peysur: „Eins og dætur mínar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 11:01 Murielle Tiernan er að spila sitt fjórða tímabil með Tindastól en það fyrsta í Pepsi Max deildinni. Hún kom fyrst þegar liðið var í 2. deildinni. Vísir/Sigurbjörn Andri Óskarsson Erlendu leikmennirnir á Sauðárkróki hafa verið þar í mörg ár og vilja ekkert fara. Það er kannski ekkert skrýtið eftir að Helena Ólafsdóttir fékk að vita meira um lífið hjá þeim í heimsókn sinni á Krókinn. Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira