Níu hópnauðgunarmál í ár: „Það er sláandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:01 Hrönn Stefánsdóttir er verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. VÍSIR/ARNAR Níu hópnauðgunarmál hafa komið á borð Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er ári, með allt að fimm gerendum. Verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar segir stöðuna sláandi. Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Frá áramótum hafa sextíu og þrír leitað til Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tveir karlar og sextíu og ein kona. „Það hafa verið í kringum sjö til tíu mál í mánuði, nema núna í maí þá komu 24 einstaklingar til okkar,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar. Þetta séu óvenju mörg mál í einum mánuði. Umræðan síðustu vikur geti hafa spilað inn í og einnig tilslakanir á samkomutakmörkunum. „Það er lengri opnunartími. Fólk er að koma meira saman, það er talsvert mikið um skemmtanir í miðbænum, skólarnir eru að klárast og svona. Hópurinn sem leitar mest til okkar er átján til tuttugu og fimm ára,“ segir Hrönn. Tólf börn á Neyðarmóttökuna í ár Tólf börn undir átján ára hafa leitað til Neyðarmóttökunnar í ár. „Verklagsreglurnar okkar miða við tólf ára börn en við höfum verið að taka á móti börnum niður í tíu ára,“ segir Hrönn. Sláandi tölur Hrönn segir það sláandi hve mörg hópnauðgunarmál hafi komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár. „Það eru níu hópnauðganir núna á þessu ári. Það virðist vera aukning í þeim málum. Ef við skoðum árið 2019 þar sem voru 175 mál sem komu til okkar voru þær sjö. Núna eru komin níu mál og árið er bara hálfnað. Þannig það er sláandi,“ segir Hrönn. Allt að fimm gerendur Í málunum níu sé oftast um að ræða tvo gerendur en þrjá til fimm í sumum málanna. Konur séu þolendur í öllum málunum og karlar meintir gerendur. „Flest allir gerendur í þessum kynferðisbrotamálum eru íslenskir karlmenn,“ segir Hrönn og bætir við að brotaþolarnir séu á aldrinum 18 til 25 ára. Hún segir afleiðingar þess að lenda í hópnauðgun vera gríðarlega miklar. „Þar sem allt vald er tekið af þér, þannig þetta eru alvarleg mál og við þurfum að hlúa vel að brotaþolum og styðja við þá,“ segir Hrönn sem vill taka fram að Neyðarmóttakan sé alltaf opin, allan sólarhringinn. Þar séu engir biðlistar. Fimmtán mál kærð til lögreglu Af þeim sextíu og þremur málum sem hafa komið á borð Neyðarmóttökunnar í ár hafa fimmtán verið kærð til lögreglu og eru nú rannsökuð þar. Er eitthvað hópnauðgunarmál farið í kæruferli ? „Já,“ segir Hrönn.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira