Óttast alvarleg atvik vegna stöðunnar á bráðamóttökunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2021 19:30 Mikael Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. VÍSIR/ARNAR Yfirlæknir óttast alvarleg atvik þar sem fólk verði fyrir varanlegum skaða vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Fyrir hádegi í dag dvöldu tíu sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeila Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. „Staðan er erfið, það eru tíu sem bíða á gangi og við erum á morgni mánudags og það má búast við því að ástandið versni með deginum. Það eru tuttugu í bið eftir að komast inn á deild og sá sem hefur beðið lengst á deilinni er búinn að vera í 56 klukkustundir,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni og bætir við að þetta starfi af innlagnarteppu á spítalanum. Í yfirlýsingu bráðalækna segir að ekki náist skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á deildinni þessa stundina og í sumar. „Mér líður auðvitað mjög illa. Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða. Það mesta sem ég óttast eru atvik og alvarleg atvik. Sérstaklega þegar líf eða limir eða hreinlega, að fólk gæti orðið fyrir alvarlegum eða varanlegum skaða,“ segir Mikael. Allir séu þó að gera sitt besta við að lágmarka alvarleg atvik. Mikael heldur í vonina um að ástandið batni. „Ástandið er að ná krísu í sumar og stjórn spítalans er búin að leggja fyrir verkefni til allra stjórnenda spítalans um að finna leið til að aðstoða okkur svo að þeir sem koma og leita til okkar fái betri þjónustu,“ segir Mikael. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeila Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. „Staðan er erfið, það eru tíu sem bíða á gangi og við erum á morgni mánudags og það má búast við því að ástandið versni með deginum. Það eru tuttugu í bið eftir að komast inn á deild og sá sem hefur beðið lengst á deilinni er búinn að vera í 56 klukkustundir,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni og bætir við að þetta starfi af innlagnarteppu á spítalanum. Í yfirlýsingu bráðalækna segir að ekki náist skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á deildinni þessa stundina og í sumar. „Mér líður auðvitað mjög illa. Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða. Það mesta sem ég óttast eru atvik og alvarleg atvik. Sérstaklega þegar líf eða limir eða hreinlega, að fólk gæti orðið fyrir alvarlegum eða varanlegum skaða,“ segir Mikael. Allir séu þó að gera sitt besta við að lágmarka alvarleg atvik. Mikael heldur í vonina um að ástandið batni. „Ástandið er að ná krísu í sumar og stjórn spítalans er búin að leggja fyrir verkefni til allra stjórnenda spítalans um að finna leið til að aðstoða okkur svo að þeir sem koma og leita til okkar fái betri þjónustu,“ segir Mikael.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5. júní 2021 09:52