Betra fyrir Englendinga að vinna ekki riðilinn sinn eins og á HM 2018 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 14:00 Englendingar hefja leik á EM gegn Króötum á sunnudaginn. getty/Laurence Griffiths Það versta sem gæti gerst fyrir Englendinga á EM væri að vinna riðilinn sinn. Þá mæta þeir liði úr dauðariðli mótsins. England er í D-riðli EM ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Sigurvegari riðilsins mætir liðinu sem endar í 2. sæti F-riðils. Það er dauðariðill mótsins en þar eru sigurvegarar síðustu þriggja stórmóta, Frakkland, Portúgal og Þýskaland, og svo Ungverjaland sem flestir búast við að reki lestina í riðlinum. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir hins vegar liðinu sem endar í 2. sæti E-riðils. Í þeim riðli eru Spánn, Svíþjóð, Pólland og Slóvakía. Líklegast er að 2. sætið falli annað hvort Svíum eða Pólverjum í skaut. Á HM 2018 naut England góðs af því að vinna ekki sinn riðil. England endaði í 2. sæti síns riðils á eftir Belgíu og fyrir vikið var leið þeirra ensku í undanúrslitin greiðari en ella. Í sextán liða úrslitunum mætti England Kólumbíu og Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Á meðan mætti Belgía Japan í sextán liða úrslitunum og Brasilíu í átta liða úrslitunum. Í undanúrslitunum mætti England Króatíu á meðan Belgía lék gegn Frakklandi. Bæði lið töpuðu þar. Ef Englendingar vinna riðilinn sinn á EM fá þeir reyndar leik á Wembley í sextán liða úrslitunum. En ef þeir lenda í 2. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti E-riðils í Kaupmannahöfn svo ferðalagið yrði ekki langt. Fyrsti leikur Englands á EM er gegn Króatíu á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á Wembley eins og allir þrír leikir Englendinga í riðlakeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
England er í D-riðli EM ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Sigurvegari riðilsins mætir liðinu sem endar í 2. sæti F-riðils. Það er dauðariðill mótsins en þar eru sigurvegarar síðustu þriggja stórmóta, Frakkland, Portúgal og Þýskaland, og svo Ungverjaland sem flestir búast við að reki lestina í riðlinum. Liðið sem endar í 2. sæti D-riðils mætir hins vegar liðinu sem endar í 2. sæti E-riðils. Í þeim riðli eru Spánn, Svíþjóð, Pólland og Slóvakía. Líklegast er að 2. sætið falli annað hvort Svíum eða Pólverjum í skaut. Á HM 2018 naut England góðs af því að vinna ekki sinn riðil. England endaði í 2. sæti síns riðils á eftir Belgíu og fyrir vikið var leið þeirra ensku í undanúrslitin greiðari en ella. Í sextán liða úrslitunum mætti England Kólumbíu og Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Á meðan mætti Belgía Japan í sextán liða úrslitunum og Brasilíu í átta liða úrslitunum. Í undanúrslitunum mætti England Króatíu á meðan Belgía lék gegn Frakklandi. Bæði lið töpuðu þar. Ef Englendingar vinna riðilinn sinn á EM fá þeir reyndar leik á Wembley í sextán liða úrslitunum. En ef þeir lenda í 2. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti E-riðils í Kaupmannahöfn svo ferðalagið yrði ekki langt. Fyrsti leikur Englands á EM er gegn Króatíu á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á Wembley eins og allir þrír leikir Englendinga í riðlakeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira