Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fyrra. Málið hefur verið til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem lagði í morgun til að málinu yrði vísað þaðan þar sem ekki hefur tekist að klára það. vísir/Vilhelm Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira