Geta ekki leigt allt hótelið og banna sjálfsmyndir Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2021 17:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, er stressaður fyrir kórónuveirunni. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, segir að það gildi strangar reglur á Marienlyst strandhótelinu sem danska liðið dvelur á er EM fer fram í sumar. Danir leika sinn fyrsta leik á EM á laugardaginn er Finnland mætir á Parken en Danir spila alla leikina í riðlinum á heimavelli. Það fylgja strangar reglur á hótelinu, vegna kórónuveirunnar, en smit hafa komið upp í spænska og sænska landsliðinu nokkrum dögum fyrir EM. „Smitin í spænska hópnum er áminning á það að þessu er ekki lokið og hversu viðkvæmir hlutirnir eru. Við erum búnir að segja leikmönnunum að við verðum í búbblunni og það er það rétta,“ sagði Hjulmand. „Við erum með fjögur herbergi á hótelinu og svo eru ferðasvæði. Það eru verðir á hótelinu sem hjálpa okkur að komast á milli og þegar við förum fram hjá einhverjum höldum við tveggja metra fjarlægð.“ „Við megum ekki stoppa og gestirnir fá að vita það þegar þeir stimpla sig inn að það eru engar sjálfsmyndir eða eiginhandaráritanir. Við erum mikið úti og höldum okkur á þeim stöðum sem eru bara okkar.“ Nokkur landslið hafa látið loka heilum hótelum en Hjulmand segir að það sé ekki hægt hjá Dönunum. „Ég held hvorki að við getum það né eigum við peninga til þess að gera þetta. Þetta er ekki umræðuefni. Við eigum ekki svo mikla peninga að við getum lokað risa hóteli og sett múr í kringum það,“ sagði Hjulmand. Forbudt: Ingen selfies og autografer med spillerne #emdk https://t.co/3RTZPzu0h2— tipsbladet.dk (@tipsbladet) June 9, 2021 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Danir leika sinn fyrsta leik á EM á laugardaginn er Finnland mætir á Parken en Danir spila alla leikina í riðlinum á heimavelli. Það fylgja strangar reglur á hótelinu, vegna kórónuveirunnar, en smit hafa komið upp í spænska og sænska landsliðinu nokkrum dögum fyrir EM. „Smitin í spænska hópnum er áminning á það að þessu er ekki lokið og hversu viðkvæmir hlutirnir eru. Við erum búnir að segja leikmönnunum að við verðum í búbblunni og það er það rétta,“ sagði Hjulmand. „Við erum með fjögur herbergi á hótelinu og svo eru ferðasvæði. Það eru verðir á hótelinu sem hjálpa okkur að komast á milli og þegar við förum fram hjá einhverjum höldum við tveggja metra fjarlægð.“ „Við megum ekki stoppa og gestirnir fá að vita það þegar þeir stimpla sig inn að það eru engar sjálfsmyndir eða eiginhandaráritanir. Við erum mikið úti og höldum okkur á þeim stöðum sem eru bara okkar.“ Nokkur landslið hafa látið loka heilum hótelum en Hjulmand segir að það sé ekki hægt hjá Dönunum. „Ég held hvorki að við getum það né eigum við peninga til þess að gera þetta. Þetta er ekki umræðuefni. Við eigum ekki svo mikla peninga að við getum lokað risa hóteli og sett múr í kringum það,“ sagði Hjulmand. Forbudt: Ingen selfies og autografer med spillerne #emdk https://t.co/3RTZPzu0h2— tipsbladet.dk (@tipsbladet) June 9, 2021
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira