Martin getur komust í lokaúrslitin í kvöld: „Góðan daginn, Hermannsson“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 14:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia liðinu í vetur. Getty/Mike Kireev Valencia og Real Madrid spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum á móti Barcelona eða Lenovo Tenerife en staðan er 1-1 í báðum einvígum. Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67) Spænski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Spænski körfuboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira