Arnar Þór á mikið erindi á Alþingi Haraldur Ólafsson skrifar 11. júní 2021 08:01 Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haraldur Ólafsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar