Gosvirknin breytt og gönguleiðin búin að vera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 10:10 Breytingin sést ágætlega á vefmyndavél RÚV. Skjáskot/RÚV Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur. „Virknin hefur breyst að því leyti að þetta er heldur jafnara núna heldur en er búið að vera og við höfum kannski fengið að venjast. Það var núna um daginn að vísu að virknin ver jafnari og hviðukenndu strókarnir hættu í bili en svo komu þeir aftur,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Klukkan sjö í morgun fór virknin að verða miklu þéttari og jafnari. Það sést mjög lítill vísir að einhverjum hviðum en það segir svo sem ekki til um hvort það komi aftur eða hvernig framhaldið verður.“ Gönguleiðin ekki lengur örugg Þá hefur nýtt hraun runnið í skarðið á milli þess sem hefur verið kallað Gónhóll og annars hóls. Gönguleið A svokölluð liggur þar á milli og varar Salóme fólk við því að ganga leiðina. Verið er að leggja nýja gönguleið, B, sem liggur vestan Fagradalsfjalls og verður tekin í notkun fljótlega. „Fólk hefur víst verið að klöngrast þarna yfir. Þannig að það er nú nýtt hraun þar og hvort eð er alltaf hættulegt að labba þar yfir en sérstaklega þegar er nýtt hraun, en það er alltaf hættulegt,“ segir Salóme. Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum.Landhelgisgæslan „Gönguleiðin gamla er búin að vera það er alveg á hreinu. Það á enginn maður að fara yfir nýtt hraun. Hvort sem það virðist kalt á yfirborðinu þá er stórhætta, bæði af því að það getur verið bráðið hraun undir og svo getur komið nýr hraunstraumur. Þannig að gönguleiðin gamla er orðin alveg úti. Þetta eru ekki neinar stórvægilegar breytingar, kannski smá fasabreyting. Það er smá keimur af strókavirkni en ekki svona áberandi eins og var, þetta er jafnara og þéttara.“ Erfitt að segja hvað veldur breytingunum Hún segir ekki víst hvort hraunflæðið sé meira eða minna, helsta breytingin sé sú að það sé jafnara. „Það var að koma í stórum strókum sem var eins og velktist úr potti en nú er það jafn straumur, jafn foss sem rennur út úr gígbarminum. Ég vænti þess að þetta sé af svipuðu magni en komi jafnara út,“ segir Salóme. „Það er voðalega erfitt að segja hvað veldur þessu. Þetta gos er náttúrulega búið að vera mjög skemmtilegt fyrir vísindamenn að spá í en það er erfitt að segja hvað veldur.“ Hún segir fólk þó ekki endilega í meiri hættu á svæðinu vegna breytinganna. „Nei, svæðið sem áhorfendur geta verið á nálægt þessu er auðvitað farið að takmarkast og þetta er kannski minna sjónarspil en þessar hviður voru. Ég veit ekki hvort þetta sé minna eða meira hættulegt, það getur náttúrulega enginn verið nálægt þessu því svæðið er farið að lokast af,“ segir Salóme. „Virknin er nú minni en sú sem við sáum í upphafi en það er búið að vera aukið hraunflæði frá upphafi goss, það er aukið miðað við það þannig að ég hugsa að það sé að koma meira hraun en almennt. Svo gæti vel verið að þessir strókar komi aftur, það gerðist nú fyrir nokkrum dögum síðan, þá tók þessi strókavirkni pásu og jafnaði flæðið en svo hófst hún aftur.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19 Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58 Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Virknin hefur breyst að því leyti að þetta er heldur jafnara núna heldur en er búið að vera og við höfum kannski fengið að venjast. Það var núna um daginn að vísu að virknin ver jafnari og hviðukenndu strókarnir hættu í bili en svo komu þeir aftur,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Klukkan sjö í morgun fór virknin að verða miklu þéttari og jafnari. Það sést mjög lítill vísir að einhverjum hviðum en það segir svo sem ekki til um hvort það komi aftur eða hvernig framhaldið verður.“ Gönguleiðin ekki lengur örugg Þá hefur nýtt hraun runnið í skarðið á milli þess sem hefur verið kallað Gónhóll og annars hóls. Gönguleið A svokölluð liggur þar á milli og varar Salóme fólk við því að ganga leiðina. Verið er að leggja nýja gönguleið, B, sem liggur vestan Fagradalsfjalls og verður tekin í notkun fljótlega. „Fólk hefur víst verið að klöngrast þarna yfir. Þannig að það er nú nýtt hraun þar og hvort eð er alltaf hættulegt að labba þar yfir en sérstaklega þegar er nýtt hraun, en það er alltaf hættulegt,“ segir Salóme. Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum.Landhelgisgæslan „Gönguleiðin gamla er búin að vera það er alveg á hreinu. Það á enginn maður að fara yfir nýtt hraun. Hvort sem það virðist kalt á yfirborðinu þá er stórhætta, bæði af því að það getur verið bráðið hraun undir og svo getur komið nýr hraunstraumur. Þannig að gönguleiðin gamla er orðin alveg úti. Þetta eru ekki neinar stórvægilegar breytingar, kannski smá fasabreyting. Það er smá keimur af strókavirkni en ekki svona áberandi eins og var, þetta er jafnara og þéttara.“ Erfitt að segja hvað veldur breytingunum Hún segir ekki víst hvort hraunflæðið sé meira eða minna, helsta breytingin sé sú að það sé jafnara. „Það var að koma í stórum strókum sem var eins og velktist úr potti en nú er það jafn straumur, jafn foss sem rennur út úr gígbarminum. Ég vænti þess að þetta sé af svipuðu magni en komi jafnara út,“ segir Salóme. „Það er voðalega erfitt að segja hvað veldur þessu. Þetta gos er náttúrulega búið að vera mjög skemmtilegt fyrir vísindamenn að spá í en það er erfitt að segja hvað veldur.“ Hún segir fólk þó ekki endilega í meiri hættu á svæðinu vegna breytinganna. „Nei, svæðið sem áhorfendur geta verið á nálægt þessu er auðvitað farið að takmarkast og þetta er kannski minna sjónarspil en þessar hviður voru. Ég veit ekki hvort þetta sé minna eða meira hættulegt, það getur náttúrulega enginn verið nálægt þessu því svæðið er farið að lokast af,“ segir Salóme. „Virknin er nú minni en sú sem við sáum í upphafi en það er búið að vera aukið hraunflæði frá upphafi goss, það er aukið miðað við það þannig að ég hugsa að það sé að koma meira hraun en almennt. Svo gæti vel verið að þessir strókar komi aftur, það gerðist nú fyrir nokkrum dögum síðan, þá tók þessi strókavirkni pásu og jafnaði flæðið en svo hófst hún aftur.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19 Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58 Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. 12. júní 2021 10:19
Hljóp upp að gígnum í Geldingadölum: „Þetta er kærulaus hegðun“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fordæmir hegðun kærulausra eldgosgesta og segist vona að enginn muni láta lífið í Geldingadölum. 12. júní 2021 08:58
Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. 10. júní 2021 09:45