Nokkuð breytt lið mætir Írum á ný og Sveindís klár í að spila Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 17:01 Ísland vann Írland í hvítum varabúningum sínum á föstudaginn þar sem að Írar pökkuðu aðeins niður grænum aðalbúningum sínum. Það hentar illa til áhorfs að lið í dökkum búningnum, grænum og bláum, mætist. vísir/Hulda Margrét Seinni rimma Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli kl. 17 á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, vill sjá sitt lið skora mörk og setja saman góðan 90 mínútna leik á morgun. Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira