Milljörðum lykilorða lekið á netið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:02 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Vísir/Egill Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið. Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“ Netöryggi Netglæpir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“
Netöryggi Netglæpir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira