Stórkostleg frammistaða hjá Durant í nótt í lykilleik í einvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 07:31 Kevin Durant var alveg sjóðandi heitur í sigri Brooklyn Nets í nótt. Hann setti á svið eina bestu frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA. AP/Kathy Willens Kevin Durant bauð upp á eina besti frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Brooklyn Nets komst í 3-2 á móti Milwaukee Bucks. Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira