Færu líklega á hausinn ef þau ætti að borga konunum það sama og körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 09:31 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu hafa barist fyrir jöfnum kjörum í mörg ár. Getty/Catherine Ivill Cindy Parlow Cone, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að sambandið myndi ekki ráða við það fjárhagslega að verða við kröfum leikmanna kvennalandsliðsins sem hafa stefnt sambandinu. Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Parlow Cone er fyrrum heims- og Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og lék á sínum tíma 158 landsleiki. Hún hefur verið forseti sambandsins frá því í mars 2020 þegar fyrirrennari hennar sagði af sér. U.S Soccer president: USWNT request to make up World Cup payment discrepancies would bankrupt federation https://t.co/VNM4qFkclm— Sentinel Sports (@orlandosports) June 15, 2021 Parlow Cone segir það ómögulegt fyrir sambandið að jafna út árangurstengdar greiðslur milli kynjanna og ástæðan sé mikill munur á verðlaunafé frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Hún segir að það sé stefna bandaríska knattspyrnusambandsins að borga landsliðskonum og landsliðskörlum það sama en að það sé ómögulegt að verða við kröfum landsliðskvennanna sem vilja meðal annars 66 milljónir dollara í bætur. „Við getum ekki orðið við því af því að við höfum enga stjórn á verðlaunafénu frá FIFA. Það væri ógerlegt fyrir okkur að vega upp mismuninn og myndi líklega setja sambandið á hausinn,“ sagði Cindy Parlow Cone. „Aðalhindrunin er eins og allir vita þessi risastóri og hreinlega ósanngjarni munur hjá FIFA á verðlaunfé kynjanna á heimsmeistaramótunum. Þar er tekjulind sem bandaríska sambandið hefur engin áhrif á því FIFA stjórnar því algjörlega sjálft,“ sagði Parlow Cone. U.S. Soccer Federation president Cindy Parlow Cone said asking the federation to make up the difference in FIFA prize money is untenable, and would likely bankrupt the Federation. -@JeffreyCarlisle https://t.co/3tYKIMgUJf— Amy Dash (@AmyDashTV) June 16, 2021 „Eins og staðan er núna þá vill bandaríska kvennalandsliðið að sambandið borgi sér upp mismuninn bæði úr fortíðinni og í framtíðinni. Það eru meira en fimmtíu milljónir fyrir síðustu tvær heimsmeistarakeppnir og óþekkt upphæð í framtíðinni,“ sagði Parlow Cone. Heimsmeistarar karlaliðs Frakka fengu 38 milljónir dollara fyrir sigur sinn í síðustu heimsmeistarakeppni en heildarverðlaunaféð á mótinu voru 400 milljónir dollara. Heildarverðlaunféð á síðustu heimsmeistarakeppni hjá konum var aftur á móti bara 30 milljónir dollara þar af fóru fjórar milljónir dollara til heimsmeistara Bandaríkjanna. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur lofað að tvöfalda verðlaunaféð á HM kvenna árið 2023 en það myndi þá hækka upp í sextíu milljónir dollara.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira