Hatar nútímafótbolta: „Vildi að VAR væri ekki til“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 20:00 Thiago segir tíunda svokölluðu vera útdauða. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool á Englandi og spænska landsliðsins, segist ekki hrifinn af nútímafótbolta. Tæknin sé skaðleg og einstaklingsgæði fái ekki lengur að njóta sín. Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira