Stóra táin á Durant réði úrslitum - Milwaukee áfram eftir oddaleik Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 09:30 Durant og Antetokounmpo í baráttunni í leik næturinnar. Getty Images/ Elsa Milwaukee Bucks unnu frækinn 115-111 útisigur á Brooklyn Nets í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Spennan í leiknum var gríðarleg. Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira