Rafmagnið fór í úrslitaleik en stelpurnar buðu upp á „danseinvígi“ í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 12:31 Það er alltaf gaman í liði Haley Jones, innan sem utan vallar. Hún varð háskólameistari í vor og Ameríkumeistari um helgina. Getty/C. Morgan Engel Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér sigur í Ameríkukeppni um helgina með sigri á Púertó Ríkó í úrslitaleik en úrslitaleiksins verður kannski minnst fyrir annað en körfubolta. Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Körfubolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Bandarikin vann fimmtán stiga sigur á Púertó Ríkó í úrslitaleiknum, 74-59, en Ameríkukeppnin fór fram á Púertó Ríkó. Sigur bandarísku stelpnanna var nokkuð öruggur í seinni hálfleik en liðið var þó ekki skipað atvinnumönnunum úr WNBA-deildinni heldur bestu stelpunum úr háskólaboltanum. Bandarísku stelpurnar unnu alla leiki sína á mótinu og þennan titil í fjórða sinn en Bandaríkin unnu hann líka 1993, 2007 og 2019. Back-to-back Our young stars came through, defeating 74-59 to win the @americupw pic.twitter.com/jBiedAAX9m— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021 Skotbakvörðurinn Rhyne Howard hjá Kentucky háskólanum, skoraði 22 stig í úrslitaleiknum og var kosin mikilvægasti leikmaður keppninnar. Hún hefur verið kosin leikmaður ársins í SEC deildinni undanfarin tvö tímabil. Púertó Ríkó byrjaði úrslitaleikinn þó vel og var yfir eftir bæði fyrsta og annan leikhluta. Frábær þriðji leikhluti færði þeim bandarísku frumkvæðið og þær voru búnar að bæta við forskotið þegar rafmagnið á húsinu fór í fjórða leikhluta. View this post on Instagram A post shared by Dawn Staley (@staley05) Það varð 25 mínútna töf á leiknum á meðan var reynt að koma rafmagninu aftur á. Rafmagnið fór þó ekki að öllu húsinu heldur var hægt að spila tónlist í hléinu. Það nýttu liðin sér því stelpurnar buðu áhorfendum upp á „danseinvígi“ í staðinn fyrir körfubolta. Liðin stilltu sér upp á miðju vallarins og skiptust á að sýna hvoru öðru dansa af öllum gerðum. Dawn Staley, þjálfari bandaríska liðsins, hafði mjög gaman af þessu og tók upp myndband á símann sinn sem má sjá hér fyrir ofan. Love to see it. Never gets old. #GoldHabits x #AmeriCupW pic.twitter.com/LZmhN9luda— USA Basketball (@usabasketball) June 20, 2021
Körfubolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Leik lokið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira