„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 09:01 Danska landsliðið fagnar fréttum af sigri Belga og þar með sæti í sextán liða úrslitum. AP/Martin Meissner Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim. Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Danir hafa upplifað mikið mótlæti á þessu Evrópumóti, allt frá því að missa sinn besta mann, Christian Eriksen, í hjartastopp í miðjum leik, tapa síðan leiknum þegar allt liðið var í losti og fá síðan ekkert út úr Belgaleiknum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Danir mættu því stigalausir til leiks í lokaleikinn og þurftu að minnsta kosti tveggja marka sigur á Rússum á sama tíma og Belgar myndu vinna Finna. Það gekk eftir því Danir unnu 4-1 og Belgar 2-0. Wait for it... Denmark have their round of 16 spot confirmed! @dbulandshold | #EURO2020 pic.twitter.com/SkXKdB9V6c— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 21, 2021 Kasper Hjulmand, þjálfari danska liðsins, var kátur eftir leikinn. Í leikslok þá hópuðust dönsku leikmennirnir í kringum síma sem sýndi stöðuna í leik Belga og Finna. Hjulmand var spurður út í það á blaðamannafundi. „Hringurinn kom til vegna að þess að það væri fáránlegt að hlaupa um og fagna án þess að fá réttu úrslitin úr Finnaleiknum,“ sagði Kasper Hjulmand. „Við vonuðumst til að þetta yrði kraftaverkakvöld. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur og hafa sýnt okkur alla þessa ást. Ég sá að það hafði mikil áhrif á leikmennina og þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Hjulmand. "We are a unit." #DEN boss Kasper Hjulmand reacts to his side qualifying for the knockout stages of #Euro2020 pic.twitter.com/7EUCj981YR— Football Daily (@footballdaily) June 22, 2021 „Ákveðnin, liðsandinn og vinátta leikmanna voru stórkostleg. Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn. Ég get varla ímyndað mér hvernig þeim tókst að koma til baka eftir að hafa gengið í gegnum þetta,“ sagði Hjulmand. Danir mæta Wales í sextán liða úrslitunum en það er einmitt fyrsti leikur útsláttarkeppninnar á laugardaginn kemur.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira