Kallaði FH Sigga Hlö-liðið: Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 10:00 Veistu hver ég var? spyr Siggi Hlö um hverja helgi. vísir/bylgjan/vilhelm Þjálfaraskiptin hjá FH voru að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Þorkell Máni Pétursson segir að ábyrgðin á slæmu gengi FH liggi hjá leikmönnum liðsins. Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Logi Ólafsson var látinn taka pokann sinn í gær eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Við starfi hans tók Ólafur Jóhannesson en þeir Davíð Þór Viðarsson munu stýra FH-ingum út tímabilið. „Maður á eiginlega ekki til orð. Ekki að þetta hafi komið á óvart að Logi hafi verið látinn fara en ég veit ekki hvað er að frétta þarna. Ég er eiginlega spenntastur núna, þegar Óli Jóh tekur við liðinu, að sjá hvað þessir aumingjans menn, leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, eiga eftir að finna sem næstu afsökun fyrir lélegu gengi sínu,“ sagði Máni í Pepsi Max stúkunni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um FH „Þeir eru búnir að hafa Óla Kristjáns sem þjálfara og hann var ekki nógu skemmtilegur. Þeir fengu ekki borguð launin sín og það var vandamál. Þeir eru búnir að fá hvern þjálfarann á fætur öðrum og það er búið að kaupa leikmenn þarna inn,“ sagði Máni. „Ég held að gengi FH-liðsins hafi ekki nokkurn skapaðan hlut með Loga Ólafsson að gera. Þessir leikmenn þurfa heldur betur að líta í eigin barm. Þetta er frábær leikmannahópur en staðreyndin er sú að enginn í honum hefur sýnt okkur neitt í heilt tímabil að hann sé góður leikmaður. Ef þú ættir að kalla þetta lið eitthvað væri þetta Sigga Hlö-liðið, Veistu hver ég var? Ég var einu sinni góður í fótbolta.“ Til háborinnar skammar Máni hélt áfram og sagði að stuðningsmenn FH og allir þeir sem starfa í kringum félagið ættu skilið að sjá betri frammistöðu frá leikmönnum liðsins. „Fyrir mér er til háborinnar skammar að sjá þetta, eins og í gær [í fyrradag]. Jesús minn almáttugur. Það var eins og menn nenntu þessu ekki. Menn gátu ekki hlaupið eftir manninum sínum. Þetta hefur ekkert að gera með að þeir séu ekki í standi. Sú afsökun er alltaf notuð. Það eru allir leikmenn með hlaupavesti og þú hlýtur að sjá hvort þeir hreyfi sig,“ sagði Máni. Eitt sigurlið í viðbót Reynir Leósson sagði að tíðindi gærdagsins úr Kaplakrika hafi ekki komið sér á óvart. „Maður er spenntur að sjá Óla Jóh þarna. Hann er upphafsmaðurinn að velgengni FH og fór í gegnum ótrúlega sigurhrinu með félagið. Hann mun ekki gera það í ár, ég efast um að þeir verði Íslandsmeistarar en gætu náð í bikarmeistaratitil,“ sagði Reynir. Hann trúir því að Ólafur sé enn hungraður í að ná árangri. „Ég veit það og hann sagði það við mig að hann langi til að búa til eitt sigurlið í viðbót,“ sagði Reynir. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla FH Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25 Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26 „Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson tekur við FH-liðinu Ólafur Jóhannesson er kominn aftur til FH og mun stýra liðinu út tímabilið ásamt Davíð Þór Viðarssyni. 21. júní 2021 12:25
Logi hættur sem þjálfari FH Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá knattspyrnudeild FH var það sameiginleg niðurstaða beggja aðila að Logi myndi stíga til hliðar. 21. júní 2021 11:26
„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. 20. júní 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45