Að láta verkin tala - kristaltærir valkostir í næstu kosningum Svavar Halldórsson skrifar 22. júní 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun