Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 22:47 Niðurstaða dómsins var sú að búast hefði mátt við viðbrögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði.
Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira