Fólk geti enn veikst þótt stór hluti þjóðarinnar sé kominn með vörn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 09:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins heilt yfir góða. Fólk geti þó enn veikst, og sumt alvarlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir miður að fólk sé farið að haga sér líkt og faraldri kórónuveirunnar sé lokið. „Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Við þurfum að gæta að okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum þó að við séum að slaka allverulega á öllum takmörkunum, því það eru enn hópar og einstaklingar sem geta smitast og veikst,“ sagði Þórólfur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir fólk enn vera að greinast með veiruna á landamærum Íslands og hægt sé að búast við því að fólk komi með veiruna inn í landið erlendis frá. Þá verði að leggja traust á að gott hjarðónæmi hafi náðst í samfélaginu og ekkert verði úr slíkum tilfellum. Þegar þetta er skrifað hafa 83,6 prósent Íslendinga 16 ára og eldri fengið minnst einn skammt af bóluefni eða sýkst áður af kórónuveirunni. Það er að segja, þetta er það hlutfall sem telja má líklegra en ekki að hafi myndað vörn við kórónuveirunni. Litlar líkur á stórri sýkingu Þórólfur segir stöðu faraldursins hér á landi heilt yfir mjög góða. Búið sé að bólusetja margt fólk og yngri hópar séu allir að koma til í þeim efnum. „Það sem maður hefur kannski mestar áhyggjur af er að við förum að fá eitthvað meira af veirunni hér inn og fólk innanlands er ekki að passa sig, og við erum ekki með okkar einstaklingsbundnu sýkingavarnir í lagi. Þá getur fólk veikst sem einstaklingar, það má ekki gleyma því að það getur gerst og það getur orðið alvarlegt fyrir einhverja,“ segir Þórólfur. Hann segist þó telja ólíklegt að smit sem komast í gegnum landamærin verði þess valdandi að upp komi stór hópsýking eða jafnvel bylgja faraldursins, líkt og dæmi síðustu 15 mánaða sanna að getur gerst. Færumst nær allsherjarafléttingu Stjórnvöld hafa gefið það út að þegar 75 prósent fólks hafa fengið minnst eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni eigi að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum. Sem stendur eru 300 manna samkomutakmarkanir auk annarra ráðstafana á borð við fjarlægðartakmörk enn í gildi. Þórólfur segir samfélagið þó vera að fikra sig nær því að aflétta öllum hömlum. „Þetta gerist hægt og bítandi, jafnhliða því sem við erum að fá gott tak á faraldrinum hér innanlands með aðgerðum innanlands og á landamærunum, og að auka þátttökuna í bólusetningum, þá getum við farið að slaka á.“ Hann segist sjálfur telja að senn líði að því að hægt verði að slaka meira á takmörkunum innanlands, sem og á landamærunum, eftir því sem bólusetningum vindur fram. Bóluefnin gefið góða raun Hvað varðar bóluefnin sem notuð hafa verið hér á landi segir Þórólfur að þau hafi gefið góða raun. Hér á landi hafa verið notuð fjögur bóluefni, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. „Þessi bóluefni eru bara mjög góð og eru að uppfylla væntingar. Það er að segja, vörnin sem þau veita er mjög góð og jafnvel eftir einn skammt er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi mjög mikil. Þó fólk geti smitast eftir eina sprautu þá er vörnin gegn alvarlegum sjúkdómum mjög góð og svo er hún enn þá betri eftir tvær sprautur,“ segir Þórólfur. Þrjú af fjórum bóluefnum sem notuð hafa verið hér á landi eru gefin í tveimur skömmtum, með minnst þriggja vikna bili á milli. Aðeins bóluefni Janssen er gefið í einum skammti. Þórólfur segir að lögð hafi verið áhersla á að fullbólusetja sem flesta, sem komið hafi á daginn að hafi verið góð ákvörðun. Dræm mæting ekki stórt áhyggjuefni Í gær var mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen heldur dræm og ekki tókst að koma öllu bóluefninu út. Þórólfur segir það engin stórkostleg vonbrigði. „Þetta eru þessir yngri aldurshópar sem eru ekki alveg að mæta. Hvort það er út af bólusetningu almennt eða hvort það er út af Janssen bóluefninu,“ segir Þórólfur. Hann segir stóran hluta þeirra sem ekki mæta vera með erlend nöfn og því leiki vafi á því hvort viðkomandi séu á landinu yfir höfuð. „Það er ýmislegt sem er á bak við þetta sem við vitum ekki nákvæmlega. Nú á líka að fara að bjóða fólki Pfizer, þannig að við sjáum hvort það verði einhver meiri þátttaka þar. Þetta er svona aðeins óljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira