Telur orðróm um að ungt fólk svindli á bólusetningu hæpinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 13:17 Ragnheiður Ósk sá um að draga árgangahópa í bólusetningarröð. Hún segist ekki hafa orðið þess áskynja að ungt fólk reyni að fá bólusetningarvottorð án þess að vera bólusett. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu. Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36