Orð og kyn Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 24. júní 2021 14:15 Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslensk tunga Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. Það er margt skrýtið í þessari grein og margar þversagnirnar. Kristján fjallar einkum um svonefndan nýfemínisma sem hann segir vera öfgatrú sem reyni m.a. að afbaka málið og ráðast að körlum, m.a. með því að „grafa upp konur sem sagt er að hafi verið jafn merkilegar, ef ekki merkilegri en nokkur karl.“ Og karlinn virðist skekinn því hann heldur áfram og segir að „reynt er að gera lítið úr heimi karlaveldisins.“ Það er ekki auðvelt að skilja hvað Kristjáni þykir miður við að ryk sé dustað af stöku konu sem hefur legið í láginni. Kristján segist hallur undir kynjatvíhyggju: „Hugmyndin um að kasta kynjatvíhyggju á glæ og taka upp eitthvað annað, er alltaf dæmd til að mistakast.“ Hann færir rök fyrir skoðun sinni með því að nefna hefðbundin kynhlutverk, og tekur þar dæmi af foreldrum sínum sem hefðu aldrei getað leikið hlutverk hvors annars. Ég get einnig vel tekið dæmi af foreldrum mínum sem voru fædd 1920 og 1921. Hún var mjög skýr verkaskiptingin á heimilinu og meira að segja svo að pabbi vissi ekki hvar fötin hans voru geymd í skápunum. Þegar mamma var orðin veikburða gekk hann í öll hennar störf, eldaði, skúraði og sá um þvottinn og fórst það nokkuð vel úr hendi. En það er víst furðusaga, segir Kristján, „að kynhlutverk þurfi ekki að vera til.“ Þá er komið að máli málanna og það sem ég gapti mest yfir en það er umfjöllun Kristjáns um orðræðuna. Hann virðist æfur yfir því að konur séu að reyna að breyta henni. Hann er stóryrtur og kallar þetta m.a. heimskulega kvenvæðingu. Enn er vegið að „heimi karlaveldisins“ sem Kristjáni er mjög annt um. Hann segir að „með því að breyta orðum eða banna þau er ætlunin að breyta heiminum. En það er álíka gáfulegt og að ætla að breyta lit skuggans með því að færa fjallið.“ Þetta er undarlegt sjónarhorn. Það er ævinlega verið að smíða nýyrði, ljá gömlum orðum nýja merkingu, taka orð úr öðrum tungumálum og laga þau að okkar málkerfi auk þess að notaðar eru slettur og slangur. Íslenskan er lifandi tungumál sem tekur breytingum og lagar sig að nýjum tímum. Það þykir eðlileg þróun. „Hugsunin heldur sínu striki“, segir Kristján en hugsuninni þarf að finna búning orða. Ef tungumálið gagnast ekki notendum þá telst það dautt og ónothæft. Málið þjónar notendum sem geta notað það að vild og leikið sér með það, líkt og Skerjafjarðarskáldið er nú þekkt af. Sjálfsagt vonar Kristján að ljóð hans hrífi, að ádeilan skili sér og hafi áhrif. Tungumálið er nefnilega valdatæki og því skiptir miklu hvernig það er notað. Það vill svo til að íslenskan er afar karllægt tungumál og því kalla breyttir tímar, þar sem konur og kynsegin hafa fengið meira rými, á breytingar á tungumálinu. Á einum stað í grein Kristjáns segir hann að heiminum verði breytt með „virðingu, umburðarlyndi, jafnrétti, réttlátri skiptingu og sanngirni.“ Það verður þó ekki sagt að grein hans beri merki þessa. Þvert á móti opinberar hann íhaldssamar og forpokaðar skoðanir þar sem hann dásamar kynjatvíhyggju og hefðbundin kynhlutverk í heimi karlaveldis sem hvergi má raska. Lokaorð Kristjáns eru þó ágæt, þar sem hann segir að heiminum verði ekki breytt með nöldri um orð og kyn. Það má sannarlega til sanns vegar færa og hefði Kristján vel mátt fara að eigin ráðleggingum og sleppa þessu nöldri sínu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun