Átján giftingar á einum degi í Grafarvogskirkju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júní 2021 19:33 María Rún Ellertsdóttir mun ganga í það heilaga í Grafarvogskirkju og laugardag og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í kirkjunni mun gefa hana og tilvonandi eiginmanninn saman. vísir/egill Algjör sprenging varð í svokölluð „drop-in“ brúðkaup sem verða í Grafarvogskirkju á laugardag. Átján pör ætla að gifta sig og átta pör eru á biðlista. Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María. Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María.
Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira