Varnargarður rís í Nátthaga Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 10:03 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í gær lauk framkvæmdum við leiðigarð sem er syðst við Geldingadali. Sá garður beinir hraunrennsli úr Geldingadölum frá Nátthagakrika og áfram niður í Nátthaga. Þessi aðgerð er liður í því að seinka því, eins og hægt er, að hraun fari að renna í Nátthagakrika. Frá Nátthagakrika opnast landslagið meira í átt að mikilvægum innviðum sem eru vestan og norðan svæðisins. Þegar framkvæmdir hófust stóð tæpt að hægt væri að klára garðinn vegna hraunrennslis á svæðinu. Eftir að hraunrennslið hætti var unnt að klára framkvæmdina eins og lagt var upp með í upphafi og er garðurinn nú um fimm metra hár og 200 metra langur. Miðað við núverandi virkni í eldgosinu mun hraunrennsli, að öllum líkindum, ná niður á Suðurstrandarveg í gegnum Nátthaga á næstu vikum. Eftir samráð við hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að setja upp lágan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Garðurinn verður þriggja til fimm metra hár og honum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Með þessari ráðstöfun verður hægt að safna meira af hrauni í Nátthaga. Þannig verður vonandi hægt að halda Suðurstrandarvegi opnum nokkuð lengur en í stefndi. Um leið mun hann seinka hraunrennsli yfir ljósleiðara sem er á þessum slóðum og jörðina Ísólfsskála. Að óbreyttu mun hraunrennslið á endanum fara yfir garðinn og fela ummerki hans á leið sinni til sjávar. Í síðustu viku var tilkynnt að fallið hafi verið frá því að setja upp varnargarð á sömu slóðum en sá garður átti að vera mun stærri og umfangsmeiri. Þar réð mestu umfang framkvæmda, kostnaður og sú staðreynd að á endanum muni flæða yfir varnargarðinn ef eldgosið varir í lengri tíma.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. 23. júní 2021 22:26