200 hlauparar munu valsa um flugbraut Reykjavíkurflugvallar í kvöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 22:34 Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, verður einn þeirra sem mun hlaupa á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Stöð 2 Reykjavíkurflugvöllur er áttatíu ára í dag og af því tilefni verður völlurinn opnaður efnt til miðnæturhlaups Isavia sem er allnokkuð sérstakt. Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Eins og flestir geta giskað á er það ekki venjan að almenningur valsi um völlinn og stundi sína líkamsrækt. Viðar Jökull Björnsson, flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engin hætta muni stafa að fólki sem mun þeysa um brautina í kvöld. „Aldeilis ekki. Við erum búin að undirbúa þetta mjög vel, völlurinn verður lokaður og við ætlum að hlaup hérna eftir lokun, klukkan hálf tólf í kvöld. Við erum búin að framkvæma áhættumat og erum búin að fara í gegn um verklagsreglur til að gæta þess að þetta verði allt eftir bókinni hjá okkur,“ sagði Viðar. Hann ætlar sjálfur að taka þátt í hlaupinu en nú hafa þegar 200 skráð sig í hlaupið og má því vænta þess að mikið líf verði á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. „Rétt rúmlega tvö hundruð manns verða að hlaupa hérna í kvöld. Ég ætla að vera þar á meðal og það verður gaman.“ Komi til þess að flugvél þurfi að nauðlenda á flugbrautinni í kvöld verður gripið til neyðaráætlunar fyrir hlauparana. „Við munum fara ítarlega yfir það með hlaupurunum hér inni á eftir en fyrst og fremst verða viðbragðsbílar okkar lagðir vítt og breytt á flugbrautinni þannig að ef til þess kemur að fólk þarf að ryðja flugbrautina þá á að koma yfir á aðra flugbraut, sem er hér nær okkur,“ sagði Viðar og einn viðbragðsbílanna gaf sýnisdæmi um það hvernig slíkt neyðarkall myndi hljóma, eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Reykjavíkurflugvöllur Hlaup Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira