Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 13:28 Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira