Auka vernd uppljóstrara hjá Reykjavíkurborg Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 18:27 Ráðhúsið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt reglur um verklag vegna uppljóstrunar starfsmanna um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi. Það felur í sér að lög um vernd uppljóstrara hafa verið innleidd með reglum, verklagsreglum og uppljóstrunargátt. Í tilkynningu frá borginni segir að í raun sé gengið lengra en lög kveði á um. Reglur Reykjavíkur voru unnar af mannauðs- og starfsumhverfissviði og í samráði við mannréttinda-, nýsköpunar, og lýðræðisráð borgarinnar. Þá er verið að innleiða uppljóstrunargátt sem sögð er eiga að stuðla að öruggum samskiptum við uppljóstrara og gefa fólki tækifæri á að skila nafnlausum ábendingum á öruggan hátt. „Lögð er rík áhersla á að misferli verði ekki liðið innan borgarinnar og að öll mál verði skoðuð og brugðist við á viðeigandi hátt. Einnig er markmið verklagsins að vernda starfsmenn, sem í góðri trú greina frá slíkri háttsemi. Starfsmaður hefur rétt á að vita í hvaða ferli málefni er uppljóstrun varðar er innan við mánuði frá tilkynningu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Ætlað að auka traust Þar er einnig haft eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, að verndun uppljóstrara snúist um aukið aðhald með lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum. Einnig að tryggja almannahagsmuni og stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. „Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur með sinni innleiðingu enn lengra en lögin um vernd uppljóstrara kveða á um með reglum, verkferlum og nýrri uppljóstrunargátt. Gáttin á að tryggja örugg samskipti við uppljóstrara þar sem hægt verður að senda inn nafnlausar ábendingar. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna.“ Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að í raun sé gengið lengra en lög kveði á um. Reglur Reykjavíkur voru unnar af mannauðs- og starfsumhverfissviði og í samráði við mannréttinda-, nýsköpunar, og lýðræðisráð borgarinnar. Þá er verið að innleiða uppljóstrunargátt sem sögð er eiga að stuðla að öruggum samskiptum við uppljóstrara og gefa fólki tækifæri á að skila nafnlausum ábendingum á öruggan hátt. „Lögð er rík áhersla á að misferli verði ekki liðið innan borgarinnar og að öll mál verði skoðuð og brugðist við á viðeigandi hátt. Einnig er markmið verklagsins að vernda starfsmenn, sem í góðri trú greina frá slíkri háttsemi. Starfsmaður hefur rétt á að vita í hvaða ferli málefni er uppljóstrun varðar er innan við mánuði frá tilkynningu,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. Ætlað að auka traust Þar er einnig haft eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur, formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, að verndun uppljóstrara snúist um aukið aðhald með lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum. Einnig að tryggja almannahagsmuni og stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. „Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur með sinni innleiðingu enn lengra en lögin um vernd uppljóstrara kveða á um með reglum, verkferlum og nýrri uppljóstrunargátt. Gáttin á að tryggja örugg samskipti við uppljóstrara þar sem hægt verður að senda inn nafnlausar ábendingar. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna.“
Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira