Verður upprisa ítalska fótboltalandsliðsins fullkomnuð á Wembley? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 11:01 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Hér er hann á æfingu liðsins fyrir undanúrslitin á móti Spáni í kvöld. AP/Matt Dunham Ítalir hafa verið „liðið“ á EM frá fyrsta leik og heillað flesta upp úr skónum með beittum og skemmtilegum leik sínum. Pressan er á þeim í undanúrslitaleiknum á móti Spánverjum í kvöld. Ítalir komust ekki á HM í Rússlandi 2018 sem var mikið áfall fyrir ítalskan fótbolta. Ráðningin á Roberto Mancini hefur hins vegar breytt öllu fyrir landslið þessarar miklu knattspyrnuþjóðar og gæti nú fært þeim titilinn sem þeir hafa ekki unnið í 53 ár. Fyrri undanúrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu er leikur á milli liða sem eru vön því að mætast í úrslitakeppni EM. Ítalir og Spánverjar mætast á fjórða Evrópumótinu í röð og spila núna upp á sæti í sjálfum úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mancini s Italy plot to overtake Spain after following in rival s footsteps | Nicky Bandini https://t.co/hXGumeMVju— The Guardian (@guardian) July 6, 2021 Ítalir hafa verið frábærir á þessu Evrópumóti og eru búnir að vinna alla fimm leiki sína þótt í einum hafi þurfti framlengingu til. Þeir gáfu tóninn með 3-0 sigri í opnunarleiknum og unnu síðan topplið heimslistans, Belgíu, í átta liða úrslitunum. Spánverjar skoruðu lítið framan af keppninni en hafa síðan skorað ellefu mörk í síðustu þremur leikjum sínum þar af fimm í leikjum á móti Slóvakíu og Króatíu. Sigurinn á Svisslendingum í átta liða úrslitunum var þó ekki sannfærandi og Spánverjarnir enduðu á að vinna í vítakeppni. Ítalir eru vissulega sigurstranglegri í þessum leik en æsispennandi rimmur við Spánverja á stórmótum síðustu ár gefa þó tilefni til þess að spá því að um spennandi og skemmtilegan leik verði að ræða. WWWWWWWWWWWWWRoberto Mancini's #ITA side look invincible.Tonight, they face #ESP pic.twitter.com/y9yROxGtRk— Squawka Football (@Squawka) July 6, 2021 Spænska liðið er komið ótrúlega langt í þessari keppni eftir ekki svo alltof sannfærandi leik á síðustu misserum og það væri magnað afrek fyrir Luis Enrique þjálfara að koma þessu „lala“ spænska liðið í úrslitaleikinn, liði sem fáum finnst standast samanburð við frábær spænsk lið fyrir um áratug síðan. Þetta hefur verið keppni Ítala og keppnin þar sem ítalska landsliðið hefur risið upp á ný í hóp öflugustu landsliða álfunnar. Það hefur verið magnað að fylgjast með umbreytingu ítalska landsliðsins undir stjórn Roberto Mancini sem tók við liðinu vorið 2018. Sex mánuðum fyrr hafði ítalska liðið misst af HM-lestinni og það var ljóst að það þurfti að taka til innan liðsins. Mancini hefur kippt í réttu spottana því liðið hefur varla stigið feilspor síðan hann tók við. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í undankeppninni og hafa unnið alla leiki sína undanfarna átta mánuði. Þetta er líka skemmtilegt lið. Varnarleikurinn er auðvitað áfram til mikillar fyrirmyndar að klassískum ítölskum hætti en liðið spilar líka skemmtilegan fótbolta og er til í að halda boltanum áður en menn sprengja upp tempóið. Ítalir fengu þannig ekki á sig mark í riðlakeppninni en voru samt það lið sem skaut oftast að marki og reyndi flestar stungusendingar. Mancini hefur náð að finna frábæra blöndu af leikmönnum. Það eru miklir reynsluboltar inn á milli eins og í miðvörðunum Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci en fullt af ungum framtíðarmönnum hafa einnig fengið mikla ábyrgð. Þá er maður eins og hinn 22 ára markvörður Gianluigi Donnarumma kominn með miklu meiri reynslu af toppfótbolta en aldurinn ætti að segja til um. Gengi ítalska liðsins er þegar orðið sögulegt því Ítalir hafa nú leikið 32 landsleiki í röð án þess að tapa en gamla landsmetið (30 leikir) átti Vittorio Pozzo sem vann á sínum tíma tvo heimsmeistaratitla með liðinu. Áður hafði Mancini tekið metið af Pozzo yfir flesta sigurleiki í röð. Italy under Mancini 32 games unbeaten 13 consecutive victories #EURO2020 pic.twitter.com/w7VuO1ozkL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 2, 2021 Ítalska liðið er nú tveimur leikjum frá Evrópumeistaratitli sem yrði þá sá fyrsti hjá þjóðinni síðan sumarið 1968. Ítalir hafa orðið tvisvar heimsmeistarar (1982 og 2006) síðan þá en tapað báðum úrslitaleikjum sínum á EM (2000 og 2012). Á sama tíma og mörg frábær spænsk landslið hafa misst fótanna á mörgum stórmótum þá hefur þetta spænska lið seiglast í gegnum mótið. Það þarf vissulega að brýna vel bitið í sóknarleiknum en þetta lið kann ennþá liða best að halda bolta og svæfa andstæðinganna með því að spila boltanum á milli manna út í hið óendanlega. Þar sem leikstílar liðanna tveggja ættu að bjóða upp á góðan dans verður fróðlegt að sjá hversu mikið Ítalir eru tilbúnir að leyfa þeim spænsku að dútla sér með boltann. Þetta ítalska lið vill hafa boltann líka. Útkoman ætti að verða taktískur og stórskemmtilegur fótboltaleikur eflaust með slatta af dramatík. Undanúrslitaleikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á EM-stöðinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í Rússlandi 2018 sem var mikið áfall fyrir ítalskan fótbolta. Ráðningin á Roberto Mancini hefur hins vegar breytt öllu fyrir landslið þessarar miklu knattspyrnuþjóðar og gæti nú fært þeim titilinn sem þeir hafa ekki unnið í 53 ár. Fyrri undanúrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu er leikur á milli liða sem eru vön því að mætast í úrslitakeppni EM. Ítalir og Spánverjar mætast á fjórða Evrópumótinu í röð og spila núna upp á sæti í sjálfum úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mancini s Italy plot to overtake Spain after following in rival s footsteps | Nicky Bandini https://t.co/hXGumeMVju— The Guardian (@guardian) July 6, 2021 Ítalir hafa verið frábærir á þessu Evrópumóti og eru búnir að vinna alla fimm leiki sína þótt í einum hafi þurfti framlengingu til. Þeir gáfu tóninn með 3-0 sigri í opnunarleiknum og unnu síðan topplið heimslistans, Belgíu, í átta liða úrslitunum. Spánverjar skoruðu lítið framan af keppninni en hafa síðan skorað ellefu mörk í síðustu þremur leikjum sínum þar af fimm í leikjum á móti Slóvakíu og Króatíu. Sigurinn á Svisslendingum í átta liða úrslitunum var þó ekki sannfærandi og Spánverjarnir enduðu á að vinna í vítakeppni. Ítalir eru vissulega sigurstranglegri í þessum leik en æsispennandi rimmur við Spánverja á stórmótum síðustu ár gefa þó tilefni til þess að spá því að um spennandi og skemmtilegan leik verði að ræða. WWWWWWWWWWWWWRoberto Mancini's #ITA side look invincible.Tonight, they face #ESP pic.twitter.com/y9yROxGtRk— Squawka Football (@Squawka) July 6, 2021 Spænska liðið er komið ótrúlega langt í þessari keppni eftir ekki svo alltof sannfærandi leik á síðustu misserum og það væri magnað afrek fyrir Luis Enrique þjálfara að koma þessu „lala“ spænska liðið í úrslitaleikinn, liði sem fáum finnst standast samanburð við frábær spænsk lið fyrir um áratug síðan. Þetta hefur verið keppni Ítala og keppnin þar sem ítalska landsliðið hefur risið upp á ný í hóp öflugustu landsliða álfunnar. Það hefur verið magnað að fylgjast með umbreytingu ítalska landsliðsins undir stjórn Roberto Mancini sem tók við liðinu vorið 2018. Sex mánuðum fyrr hafði ítalska liðið misst af HM-lestinni og það var ljóst að það þurfti að taka til innan liðsins. Mancini hefur kippt í réttu spottana því liðið hefur varla stigið feilspor síðan hann tók við. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í undankeppninni og hafa unnið alla leiki sína undanfarna átta mánuði. Þetta er líka skemmtilegt lið. Varnarleikurinn er auðvitað áfram til mikillar fyrirmyndar að klassískum ítölskum hætti en liðið spilar líka skemmtilegan fótbolta og er til í að halda boltanum áður en menn sprengja upp tempóið. Ítalir fengu þannig ekki á sig mark í riðlakeppninni en voru samt það lið sem skaut oftast að marki og reyndi flestar stungusendingar. Mancini hefur náð að finna frábæra blöndu af leikmönnum. Það eru miklir reynsluboltar inn á milli eins og í miðvörðunum Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci en fullt af ungum framtíðarmönnum hafa einnig fengið mikla ábyrgð. Þá er maður eins og hinn 22 ára markvörður Gianluigi Donnarumma kominn með miklu meiri reynslu af toppfótbolta en aldurinn ætti að segja til um. Gengi ítalska liðsins er þegar orðið sögulegt því Ítalir hafa nú leikið 32 landsleiki í röð án þess að tapa en gamla landsmetið (30 leikir) átti Vittorio Pozzo sem vann á sínum tíma tvo heimsmeistaratitla með liðinu. Áður hafði Mancini tekið metið af Pozzo yfir flesta sigurleiki í röð. Italy under Mancini 32 games unbeaten 13 consecutive victories #EURO2020 pic.twitter.com/w7VuO1ozkL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 2, 2021 Ítalska liðið er nú tveimur leikjum frá Evrópumeistaratitli sem yrði þá sá fyrsti hjá þjóðinni síðan sumarið 1968. Ítalir hafa orðið tvisvar heimsmeistarar (1982 og 2006) síðan þá en tapað báðum úrslitaleikjum sínum á EM (2000 og 2012). Á sama tíma og mörg frábær spænsk landslið hafa misst fótanna á mörgum stórmótum þá hefur þetta spænska lið seiglast í gegnum mótið. Það þarf vissulega að brýna vel bitið í sóknarleiknum en þetta lið kann ennþá liða best að halda bolta og svæfa andstæðinganna með því að spila boltanum á milli manna út í hið óendanlega. Þar sem leikstílar liðanna tveggja ættu að bjóða upp á góðan dans verður fróðlegt að sjá hversu mikið Ítalir eru tilbúnir að leyfa þeim spænsku að dútla sér með boltann. Þetta ítalska lið vill hafa boltann líka. Útkoman ætti að verða taktískur og stórskemmtilegur fótboltaleikur eflaust með slatta af dramatík. Undanúrslitaleikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á EM-stöðinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira