Ekki sniðugt að klappa lúsmýi frekar en geitungum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2021 07:00 Meindýrafræðingurinn Guðmundur Óli Scheving talar um lúsmý í morgunþættinum Brennslan á FM957. Hann segir bestu vörnina vera sérstök net sem festa skal á glugga, hátíðnitæki sem skal festa utanhúss og efni úr afrískum sólblómum sem má spreyja á líkamann. Samsett mynd „Ég var að lenda í fyrsta skipti í þessari pest, þessu lúsmý. Ég hef séð fullt af myndum en hef alltaf sloppið við þetta, en ég slapp ekki núna,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G í Brennslunni í gær. Rikki lýsir upplifun sinni af lúsmýbiti eftir að hafa eytt helginni á Akureyri en eins og svo margur landinn kom hann útbitinn heim. Fór út bithaganum til fólksins Til að svara spurningum um hvað hægt sé að gera til að fyrirbyggja lúsmýbit fengu þáttastjórnendur Brennslunnar til sín meindýrafræðinginn Guðmund Óla Scheving. Guðmundur segir Íslendinga geta verið þakkláta fyrir það að hér á landi sé bara ein tegund af lúsmý því erlendis fyrirfinnist tugir tegunda. Flugan sé náskyld moskítóflugunni og bara kvenflugurnar sem stingi. Flugan sjálf er rosalega lítil og stundum verða menn alls ekki varir við hana Hvernig byrjaði þetta? Hann segir að það sé álit vísindamanna að lúsmýið sé búið að vera til hér lengi, áratugum saman. „Flugan var alltaf til úti í bithaganum hjá búfénaðinum. En svo gerist eitthvað, hún færir sig til. Norður, vestur, austur og út um allt.“ Fýlamaðurinn, hann var ekki neitt „Ég lenti í þessu fyrir sex árum síðan og þá sá ég þetta dýr í fyrsta skipti, hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi. Það kom til mín fólk sem var búið að vera í sumarbústað í Kjósinni.“ Konan var svoleiðis útbitin að ég segi alltaf, Fýlamaðurinn, hann var ekki neitt sko. Þetta var svo svakalegt, hún var örugglega með bráðaofnæmi fyrir svona. Hann segist hafa verið nokkuð hrokafullur þegar konan hafi sagt honum að bitin væru eftir flugur og þær hafi komið í hópum. „Ég sagði að það væri engin fluga á Íslandi sem gerir svona,“ segir hann og hlær. Þegar konan svo sýndi honum dauðar flugur úr glugganum í bústaðnum sá hann að hann þekkti alls ekki þessa tegund. Í framhaldinu fór Guðmundur með fluguna upp í Náttúrufræðistofnun þar sem hún var rannsökuð frekar. Það er ekki búið að gefa út sérstaka ástæðu fyrir því af hverju þetta er að breytast svona, en það er ýmislegt að breytast í þessu. Við erum að fá allskonar kvikindi sem eru landlæg. Við erum til dæmis komin með fimm tegundir af maurum, þrjár tegundir af kakkalökkum. „Eru kakkalakkar á Íslandi?“ spyr Egill Ploder fullur efasemda. „Já, þrjár tegundir af kakkalökkum. Þessi þýski, ameríski og svo austurríski.“ Þurfum að læra að umgangast lúsmýið Talið berst aftur að lúsmýinu og hvernig fólk ætti að undirbúa sig fyrir ferðalög innanlands. „Það er leiðinlegt þegar maður er að fara í ferðalög að maður þurfi að kvíða fyrir því að vera ekki étinn,“ segir Rikki. „Já, þetta er bara hlutur sem við þurfum að læra að umgangast. Ég hef sagt það sama og með geitunginn, þegar hann kom fyrst. Þetta er allavega ekki dýr til að vera að klappa,“ segir Guðmundur og hlær. Það er alveg sama með lúsmýið. Við þurfum bara að læra að umgangast það og læra að verja okkur fyrir því. Allskonar hlutir sem hægt er að gera. Guðmundur er sjálfur að flytja inn sérstakt net frá Kína sem hann segir mjög gott til að halda flugum frá því að komast inn um glugga, en netið er fest á gluggan með frönskum rennilás. „Þetta er alveg rosalega fínt og fer ekkert í gegnum þetta, en það andar.“ Eins segir hann að hátíðnihljóð fæli í burtu flugurnar og nú séu komin á markað sérstök hátíðnitæki sem eru fest utanhúss. Afríska sólblómið fælir flugurnar frá Guðmundur segir fólk eðlilega ekki vilja vera að spreyja á sig einhverju eitri sem fæli frá flugurnar og hann hafi því farið að kanna hvaða efni væri gott að nota. Ég fann það út að úr afríska sólblóminu er unnið efni sem er ekki með neinu eitri í en allar flugur forðast það. Flugunum finnst vond lykt af því, en við finnum það ekki. En þetta er fáanlegt á spreyformi. Guðmundur segir best fyrir sumarbústaðaeigendur að fá sér net fyrir gluggana en fyrir þá sem ekki hafa net þá sé gott að hafa viftu í gangi sem blási að glugganum. Svo eru það náttfötin sem hann mælir með að allir sofi í. Gott sé að draga sokkana upp yfir buxnaskálmarnar og hafa hneppt upp í háls. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Lúsmý Skordýr Brennslan Tengdar fréttir Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5. júlí 2021 20:01 „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Rikki lýsir upplifun sinni af lúsmýbiti eftir að hafa eytt helginni á Akureyri en eins og svo margur landinn kom hann útbitinn heim. Fór út bithaganum til fólksins Til að svara spurningum um hvað hægt sé að gera til að fyrirbyggja lúsmýbit fengu þáttastjórnendur Brennslunnar til sín meindýrafræðinginn Guðmund Óla Scheving. Guðmundur segir Íslendinga geta verið þakkláta fyrir það að hér á landi sé bara ein tegund af lúsmý því erlendis fyrirfinnist tugir tegunda. Flugan sé náskyld moskítóflugunni og bara kvenflugurnar sem stingi. Flugan sjálf er rosalega lítil og stundum verða menn alls ekki varir við hana Hvernig byrjaði þetta? Hann segir að það sé álit vísindamanna að lúsmýið sé búið að vera til hér lengi, áratugum saman. „Flugan var alltaf til úti í bithaganum hjá búfénaðinum. En svo gerist eitthvað, hún færir sig til. Norður, vestur, austur og út um allt.“ Fýlamaðurinn, hann var ekki neitt „Ég lenti í þessu fyrir sex árum síðan og þá sá ég þetta dýr í fyrsta skipti, hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi. Það kom til mín fólk sem var búið að vera í sumarbústað í Kjósinni.“ Konan var svoleiðis útbitin að ég segi alltaf, Fýlamaðurinn, hann var ekki neitt sko. Þetta var svo svakalegt, hún var örugglega með bráðaofnæmi fyrir svona. Hann segist hafa verið nokkuð hrokafullur þegar konan hafi sagt honum að bitin væru eftir flugur og þær hafi komið í hópum. „Ég sagði að það væri engin fluga á Íslandi sem gerir svona,“ segir hann og hlær. Þegar konan svo sýndi honum dauðar flugur úr glugganum í bústaðnum sá hann að hann þekkti alls ekki þessa tegund. Í framhaldinu fór Guðmundur með fluguna upp í Náttúrufræðistofnun þar sem hún var rannsökuð frekar. Það er ekki búið að gefa út sérstaka ástæðu fyrir því af hverju þetta er að breytast svona, en það er ýmislegt að breytast í þessu. Við erum að fá allskonar kvikindi sem eru landlæg. Við erum til dæmis komin með fimm tegundir af maurum, þrjár tegundir af kakkalökkum. „Eru kakkalakkar á Íslandi?“ spyr Egill Ploder fullur efasemda. „Já, þrjár tegundir af kakkalökkum. Þessi þýski, ameríski og svo austurríski.“ Þurfum að læra að umgangast lúsmýið Talið berst aftur að lúsmýinu og hvernig fólk ætti að undirbúa sig fyrir ferðalög innanlands. „Það er leiðinlegt þegar maður er að fara í ferðalög að maður þurfi að kvíða fyrir því að vera ekki étinn,“ segir Rikki. „Já, þetta er bara hlutur sem við þurfum að læra að umgangast. Ég hef sagt það sama og með geitunginn, þegar hann kom fyrst. Þetta er allavega ekki dýr til að vera að klappa,“ segir Guðmundur og hlær. Það er alveg sama með lúsmýið. Við þurfum bara að læra að umgangast það og læra að verja okkur fyrir því. Allskonar hlutir sem hægt er að gera. Guðmundur er sjálfur að flytja inn sérstakt net frá Kína sem hann segir mjög gott til að halda flugum frá því að komast inn um glugga, en netið er fest á gluggan með frönskum rennilás. „Þetta er alveg rosalega fínt og fer ekkert í gegnum þetta, en það andar.“ Eins segir hann að hátíðnihljóð fæli í burtu flugurnar og nú séu komin á markað sérstök hátíðnitæki sem eru fest utanhúss. Afríska sólblómið fælir flugurnar frá Guðmundur segir fólk eðlilega ekki vilja vera að spreyja á sig einhverju eitri sem fæli frá flugurnar og hann hafi því farið að kanna hvaða efni væri gott að nota. Ég fann það út að úr afríska sólblóminu er unnið efni sem er ekki með neinu eitri í en allar flugur forðast það. Flugunum finnst vond lykt af því, en við finnum það ekki. En þetta er fáanlegt á spreyformi. Guðmundur segir best fyrir sumarbústaðaeigendur að fá sér net fyrir gluggana en fyrir þá sem ekki hafa net þá sé gott að hafa viftu í gangi sem blási að glugganum. Svo eru það náttfötin sem hann mælir með að allir sofi í. Gott sé að draga sokkana upp yfir buxnaskálmarnar og hafa hneppt upp í háls. Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Lúsmý Skordýr Brennslan Tengdar fréttir Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5. júlí 2021 20:01 „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. 5. júlí 2021 20:01
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Tuttugu ómissandi hlutir fyrir ferðalag um Ísland Hvað þarf að taka með í ferðalagið, fyrir utan grunn útilegubúnað og góða skapið? Makamál saman lista yfir 20 hluti sem væri sniðugt að taka með í útileguna eða ferðalagið. 30. júlí 2020 11:55