Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:53 Harry Bretaprins er einn þeirra sem þjónaði herskyldu sinni í Afganistan. EPA/JOHN STILLWELL Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43